Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 74
72
tTRVAL
Hér fer á eftir frásögn KATE
O’BRIEN af landbúnaðarverkamann-
inum Mick Mack:
Mick Mack eða Michael Mac-
Namara, eins og hann heitir
fullu nafni, er 35 ára og á heima
í Limerickfylki í Vestur-Eire.
Hann er vinnumaður á sveitabæ.
Faðir hans er járnbrautarverka-
maður í sömu sveit, tveir af
bræðrum hans starfa einnig við
járnbrautina, en einn er í Eng-
landi.
Mick hefur verið á sama bæ
frá því hann var um fermingu.
Þetta er ekki' stórbú — dálítið
akurlendi og nautgriparækt, en
þó einkum svínarækt — þ. e.
fram til ársins 1939, en þá dó
svínastofn Ira út, vegna fóður-
skorts. Nú er aðallega stunduð
nautgriparækt — það eru 30 kýr
í f jósi. Bóndinn er á líkum aldri
og Mick, og hann hefur lært bú-
fræði í Cork og emnig í Eng-
landi. Hann er sjálfseignarbóndi
og hefur fimm menn í þjónustu
sinni, en vinnur alltaf með þeim
sjálfur.
Samkvæmt kauptaxta fær
Mack 42 kr. á viku. Þess utan
fær hann 4% líter af mjólk á
dag og um eina smálest af
kartöflum á ári. Ef unnið er að
viðarhöggi, fær hann oft dálít-
inn eldivið ókeypis. Unnið er 54
stundir á viku, en vinnutíminn
er ekki rígskorðaður. Ef Mack
hefur unnið á sunnudegi eða
verið í fjósinu að næturlagi, fær
hann eins eða tveggja daga frí
með fullu kaupi.
Mack hefur verið giftur í 12
ár og á átta börn. Ríkið greiðir
kr. 4.90 á viku með hverju bami,
nema hinum tveim fyrstu. —
Mack fær þannig kr. 29.40 á viku
í barnalífeyri. Hann fær líka á-
vísanir á skófatnað handa börn-
unum. Félagið Miuntir na Tire
(sveitamenn) útvegar honum
ókeypis mó til eldsneytis. Deild
þessa félags, sem í eru bæði smá-
bændur og verkamenn, hefur
mótöku í mýri einni þarna í ná-
grenninu, og tekjurnar af þess-
ari starfsemi renna í sameigin-
legan sjóð félagsmanna.
Mack býr um tvo kílómetra
frá vinnustaðnum, í gömlu húsi,
sem hann leigir fyrir tæpar 3
kr. á viku. Á neðri hæðinni er
stórt elclhús, sem líka er notað
sem dagstofa, og tvö lítil svefn-
herbergi, en uppi á lofti er stórt
svefnherbergi og sofa synir
hans fjórir í því. Eldhúsgólfið
er lagt stórum steinhellum. Það
logar alltaf eldur í opnu eldstæð-
inu og það er heitt og notalegt í