Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 113
OSCAR WIL.DE
111
sinni og kallaði The Importance
of Being Earnest.“
Gagnrýnendurnir reyndu af
fremsta megni að benda á ein-
hverja galla í leikritinu, en þeir
urðu að viðurkenna, að það var
ákaflega skoplegt og frábærlega
vel samið.
Þetta leikrit hefði enginn
getað skrifað nema sá, sem
sameinaði æsku og gáfur í mjög
ríkum mæli. Það er alveg sér-
stætt, fylgir engum reglum eða
lögmálum, nema sínum eigin.
Það er að sínu leyti alfullkomið
verk, kjarni Oscars Wilde sjálfs.
Wilde sagði sjálfur um leik-
ritið: „Fyrsti þátturinn er
smellinn, annar fallegur og
þriðji frámunalega gáfulegur.“
Það er allt smellið, það er allt
frámunalega gáfulegt og það
er allt fallegt, af því að full-
komnun er fegurð. Sumir, þar á
meðal Shaw, hafa kvartað yfir
því, að það sé ekki öðruvísi en
það er, að það sé ekki nógu
alvarlegt, ekki nógu hrífandi og
svo framvegis. En Wilde kærði
sig ekki um að hrífa fólk, nema
til þess að koma því til að
hlæja.
*
Það má vel vera, að Wilde
hefði lifað góðu lífi til elliára
og verið aðlaður af vini sínum,
prinsinum, sem síðar varð Ját-
varður VII. ef hann hefði
ekki verið kynntur Alfred
Douglas, lávarði, á óheillastund.
Þeir hittust fyrst árið 1891 og
urðu fljótlega mjög samrýndir.
Douglas varð hrifinn af mælsku
og andríki Wildes, og Wilde
hreifst af glæsileik og ætt-
göfgi Douglas. Meira en þrem
áratugum eftir dauða Wildes,
skrifaði Douglas, að hann hefði
verið „dásamlegasti maðurinn,
sem ég hef kynnzt,“ og „svo
mælskur og andríkur, að ég veit
engan hafa komizt í hálfkvisti
við hann ... Hann var töfrandi
ræðumaður. Þeir sem á hann
hlýddu, urðu frá sér numdir.“
Douglas segir einnig, að Wilde
hafi verið „mjög vingjarnlegur
og gestrisinn, og yfirleitt ljúfur
í skapi... Á þessum árum var
það mesta skemmtun mín að
vera samvistum við hann... Ég
var í raun og veru brjálaður í
manninum." Og í æfisögu sinni
(1929) játar hann: „Sannleik-
urinn er sá, að ég dáðist að hon-
um ... Ég hefði viljað allt fyrir
hann gera. Ég hefði jafnvel
viljað láta lífið fyrir hann eða
fara í fangelsi fyrir hans sök.“
Á hinn bóginn var Wilde mjög