Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 113

Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 113
OSCAR WIL.DE 111 sinni og kallaði The Importance of Being Earnest.“ Gagnrýnendurnir reyndu af fremsta megni að benda á ein- hverja galla í leikritinu, en þeir urðu að viðurkenna, að það var ákaflega skoplegt og frábærlega vel samið. Þetta leikrit hefði enginn getað skrifað nema sá, sem sameinaði æsku og gáfur í mjög ríkum mæli. Það er alveg sér- stætt, fylgir engum reglum eða lögmálum, nema sínum eigin. Það er að sínu leyti alfullkomið verk, kjarni Oscars Wilde sjálfs. Wilde sagði sjálfur um leik- ritið: „Fyrsti þátturinn er smellinn, annar fallegur og þriðji frámunalega gáfulegur.“ Það er allt smellið, það er allt frámunalega gáfulegt og það er allt fallegt, af því að full- komnun er fegurð. Sumir, þar á meðal Shaw, hafa kvartað yfir því, að það sé ekki öðruvísi en það er, að það sé ekki nógu alvarlegt, ekki nógu hrífandi og svo framvegis. En Wilde kærði sig ekki um að hrífa fólk, nema til þess að koma því til að hlæja. * Það má vel vera, að Wilde hefði lifað góðu lífi til elliára og verið aðlaður af vini sínum, prinsinum, sem síðar varð Ját- varður VII. ef hann hefði ekki verið kynntur Alfred Douglas, lávarði, á óheillastund. Þeir hittust fyrst árið 1891 og urðu fljótlega mjög samrýndir. Douglas varð hrifinn af mælsku og andríki Wildes, og Wilde hreifst af glæsileik og ætt- göfgi Douglas. Meira en þrem áratugum eftir dauða Wildes, skrifaði Douglas, að hann hefði verið „dásamlegasti maðurinn, sem ég hef kynnzt,“ og „svo mælskur og andríkur, að ég veit engan hafa komizt í hálfkvisti við hann ... Hann var töfrandi ræðumaður. Þeir sem á hann hlýddu, urðu frá sér numdir.“ Douglas segir einnig, að Wilde hafi verið „mjög vingjarnlegur og gestrisinn, og yfirleitt ljúfur í skapi... Á þessum árum var það mesta skemmtun mín að vera samvistum við hann... Ég var í raun og veru brjálaður í manninum." Og í æfisögu sinni (1929) játar hann: „Sannleik- urinn er sá, að ég dáðist að hon- um ... Ég hefði viljað allt fyrir hann gera. Ég hefði jafnvel viljað láta lífið fyrir hann eða fara í fangelsi fyrir hans sök.“ Á hinn bóginn var Wilde mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.