Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 30
28
TJRVAL
ið hart. Aðferðin er sú sama og
lýst verður hér á eftir).
Þegar þú hefur fundið fórn-
ardýrið, þá skaltu búa um þig í
eldhúsinu, því að þessu fylgir
nokkur sóðaskapur eins og öllu
föndri sem eitthvað er í varið.
Breiddu dagblöð á gólfið. Láttu
fyrirmyndina setjast í stól og
vefðu handklæði um háls henn-
ar og axlir, svo að gipsslettur
fari ekki ofan á herðar eða bak.
Settu svo á hana baðhettu eða
eitthvað því um líkt til að vama
því að hún fái gips í hárið.
Berðu síðan ríkulega vaselín
á andlit hennar, út fyrir kjálka-
börðin og kinnbeinin þar sem
þau eru breiðust. Gættu þess
sérstaklega að bera vel á augna-
lokin, augnabrúnirnar og inn-
an í nasirnar, svo að hárin
festist ekki í gipsinu.
Láttu fyrirmyndina halla sér
aftur á bak í stólnum, þannig
að eins vel fari um hana og unnt
er, og stingdu því næst holum
stráum í sinn hvora nös. Ef þú
hefur ekki góð strá, má nota
pípur úr pappa eða einhverju
öðru stífu efni, aðalatriðið er að
hægt sé með góðu móti að anda
í gegnurn þau. Lofaðu fyrir-
myndinni að æfa sig í að anda í
gegnum stráin stundarkom.
Helltu einum potti af vatni og
tveim teskeiðirm af salti í stóra
skál, og stráðu síðan gipsdufti
út í. Hrærðu vel í með fingrun-
um og bættu síðan gipsi út í á
meðan þú hrærir unz leðjan tek-
ur að þykkna.
Taktu svo góðan, þéttan
málningarbursta og berðu með
honiun þunnt lag af gipsleðj-
unni á andlit fyrirmyndarinnar.
Skildu nefið eftir þangað til síð-
ast. Gættu þess að stráin standi
vel útúr leðjunni, og að ekki
slettist gibs á stráaendana.
Strjúktu vandlega með penslin-
um um allt andlitið, en þó ekki
of fast. Vættu nú sárabindin úr
gipsleðjunni og legðu þau á
andlitið til að styrkja grímuna,
yfir ennið, niður eftir kinnun-
um, undir hökuna og frá enninu
niður á nefið. Haltu því næst
áfram að bera gipsleðjuna á,
ofan á bindið, unz hún er orðin
allt að tveir sentimetrar á þykkt
um allt andlitið. Gættu þess að
bera nægilega mikið kringum
nefið svo að gríman verði ekki
of þunn þar.
En nú er mesti vandinn eftir:
að hafa ofan af fyrir fyrirmynd-
inni á meðan gipsið er að
harðna, sem mun taka tíu til
fimmtán mínútur eftir því,