Úrval - 01.12.1947, Page 30

Úrval - 01.12.1947, Page 30
28 TJRVAL ið hart. Aðferðin er sú sama og lýst verður hér á eftir). Þegar þú hefur fundið fórn- ardýrið, þá skaltu búa um þig í eldhúsinu, því að þessu fylgir nokkur sóðaskapur eins og öllu föndri sem eitthvað er í varið. Breiddu dagblöð á gólfið. Láttu fyrirmyndina setjast í stól og vefðu handklæði um háls henn- ar og axlir, svo að gipsslettur fari ekki ofan á herðar eða bak. Settu svo á hana baðhettu eða eitthvað því um líkt til að vama því að hún fái gips í hárið. Berðu síðan ríkulega vaselín á andlit hennar, út fyrir kjálka- börðin og kinnbeinin þar sem þau eru breiðust. Gættu þess sérstaklega að bera vel á augna- lokin, augnabrúnirnar og inn- an í nasirnar, svo að hárin festist ekki í gipsinu. Láttu fyrirmyndina halla sér aftur á bak í stólnum, þannig að eins vel fari um hana og unnt er, og stingdu því næst holum stráum í sinn hvora nös. Ef þú hefur ekki góð strá, má nota pípur úr pappa eða einhverju öðru stífu efni, aðalatriðið er að hægt sé með góðu móti að anda í gegnurn þau. Lofaðu fyrir- myndinni að æfa sig í að anda í gegnum stráin stundarkom. Helltu einum potti af vatni og tveim teskeiðirm af salti í stóra skál, og stráðu síðan gipsdufti út í. Hrærðu vel í með fingrun- um og bættu síðan gipsi út í á meðan þú hrærir unz leðjan tek- ur að þykkna. Taktu svo góðan, þéttan málningarbursta og berðu með honiun þunnt lag af gipsleðj- unni á andlit fyrirmyndarinnar. Skildu nefið eftir þangað til síð- ast. Gættu þess að stráin standi vel útúr leðjunni, og að ekki slettist gibs á stráaendana. Strjúktu vandlega með penslin- um um allt andlitið, en þó ekki of fast. Vættu nú sárabindin úr gipsleðjunni og legðu þau á andlitið til að styrkja grímuna, yfir ennið, niður eftir kinnun- um, undir hökuna og frá enninu niður á nefið. Haltu því næst áfram að bera gipsleðjuna á, ofan á bindið, unz hún er orðin allt að tveir sentimetrar á þykkt um allt andlitið. Gættu þess að bera nægilega mikið kringum nefið svo að gríman verði ekki of þunn þar. En nú er mesti vandinn eftir: að hafa ofan af fyrir fyrirmynd- inni á meðan gipsið er að harðna, sem mun taka tíu til fimmtán mínútur eftir því,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.