Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 96
04
TJRVAL
sig ekki ánægðan með minna en
storm, sem svifti stjórnpallinum
af skipinu. Þessi ummæli gáfu
blaðamönnunum tilefni til að
skrifa í blöð sín, að „Wilde væri
óánægður með Atlantshafið", og
þessi setning jók miklu meira á
frægð hans en fagurfræðiskoð-
anir hans myndu hafa gert.
Wilde var Ijóst, að viðtalið við
blaðamennina hafði ekki tekizt
sem bezt, og hann ákvað að bæta
úr því, er hann stigi á land.
„Hafið þér nokkurn tollvarning
meðferðis,“ spurði tollþjónninn.
„Nei,“ svaraði Wilde, „ekkert
annað en snilligáfu mína.“ Fáar
setningar í sögunni hafa borizt
eins hratt og eins víða og þessi
setning hans.
Forvígismönnum fararinnar
mislíkaði stórum, að Wilde neit-
aði að sýna sig á götum úti í
hinum einkennilega skáldbún-
ingi sínum. Enda þótt hann væri
fús til að halda fyrirlestra í kné-
buxum, neitaði hann að bera
lilju í hnappagatinu. Wilde flutti
fyrsta fyrirlestur sinn 9. janúar.
Áheyrendurnir höfðu ekki hug-
mynd um, hvaða efni hann ætl-
aði að tala um, og þegar hann
birtist í hinum skrítna búningi
sínum á sviðinu, bjuggust þeir
við að hann ætlaði að sýna ein-
hverjar töfrakúnstir, jafnvel
galdra kanínur úr hatti sínum.
Þegar hann hafði talað í nokkr-
ar mínútur varð þeim ljóst, að'
þeir gátu ekki vænst neinna
töfrabragða, og að það væri
meira að segja ólíklegt, að hann
myndi standa á höfði. En þeir
voru vanir að hlýða á fyrir-
lestra, og þess vegna bitu þeir
á jaxlinn og hlustuðu á ræðuna
til enda, án þess að kveinka sér.
En gáfaðri hluta áheyrand-
anna líkaði fyrirlesturinn vel, og
því var ákveðið, að hann héldi
fyrirlestraför sinni áfram eins
og ráð hafði verið fyrir gert.
Hann talaði í flestum stærri
borgum Bandaríkjanna og við-
tökur voru hvarvetna góðar.
Wilde var ekkert sérstaklega
hrifinn af því, sem Bandaríkja-
menn dáðu mest og töldu til
framfara. Hann gat ekki fallizt
á, að járnbrautir og sími gerðu
menn siðmenntaðri en t. d.
Aþenumenn á dögum Sókrates-
ar:
„Hvaða gagn hefur maðurinn
af því að ferðast með sextíu
mílna hraða á klukkustund? ...
Er hann nokkuð meiri maður
fyrir það? Hvaða bjáni sem er,
getur keypt sér farmiða og ekið
með sextíu mílna hraða á