Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 120
118
TJRVALi
eins og fólk er flest, hamingjan
forði mér frá því!“
Því næst var Wilde spurður
um ungan mann, Conway að
nafni, sem hann hafði hitt í
Worthing.
„Seldi hann dagblöð í blaða-
söluturninum á hafnarbakkan-
um?“ spurði Carson.
„Nei, ég hefi aldrei heyrt, að
hann hafi haft það að aðalat-
vinnu að selja dagblöð. Þetta er
í fyrsta skipti, sem ég frétti af
þeim afskiptum hans af bók-
menntum."
„Talaði hann eins og bók-
menntaður maður?“
„Nei, þvert á móti, mál hans
var einfalt og auðskilið. Hann
hafði gengið í skóla, og þar
hafði hann auðvitað ekki lært
mikið.“
Wilde bar sigur af hólmi eftir
fyrsta dag réttarhaldanna, því
að hann hafði látið krók koma
á móti hverju bragði Carsons.
Daginn eftir var Wilde spurður
um samband sitt við Alfred
Taylor nokkurn, er var miðiari,
og um kunningsskap sinn við
unga menn. Þegar það kom í
ljós á þriðja degi réttarhald-
anna, að Carson ætlaði að leiða
vitni, er myndu votta, að Taylor
hefði útvegað þau í sérstöku
augnamiði, og að skýrt yrði frá
mökum Wildes við þau, ráðlagði
Clarke Wilde að láta málið niður
falla, því ef kviðdómurinn legði
trúnað á vitnisburðina, myndi
dómarinn krefjast handtöku
hans. Eftir að þeir höfðu rætt
saman um stund, reis Clarke úr
sæti sínu og ávarpaði dómar-
ann: „Fyrir hönd hr. Oscars
Wilde óska ég að mega falla frá
frekari málssókn.“ Verjandi
Queensberrys var ekki lengi að
láta sér skiljast, að þetta þýddi
á lagamáli, að ákærur skjól-
stæðings hans höfðu reynzt á
rökum byggðar; dómarinn var
á sama máli; og kviðdómend-
urnir, sem töldu sig svikna á
þeim kitlandi æsingi, er þeir
höfðu vænzt í sambandi við
málaferlin, snérust á sömu
sveif og sömdu ályktun, þess
efnis, að gerðir Queensberrys
„miðuðu til almenningsheilla."
Markgreifinn var hetja dagsins
og honum var tekið með fagn-
aðarópum, þegar hann kom út
úr réttarsalnum.
Wilde ók rakleiðis til hótels-
ins, þar sem Douglas bjó. Marg-
ir vina hans lögðu fast að hon-
um, að fara þegar til Frakk-
lands, en hann sagði: „Það er
of seint. Lestin er farin.“