Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 75
DAGLEGT LlF Á IRLANDI
7a
eldhúsinu. Það eru blómstur-
pottar í gluggum og á veggjun-
um hanga myndir af Maríu mey
með bamið, heilögum Patrick
o. s. frv. Á nagla hjá skorstein-
inum hanga öll talnaböndin. Á
landsskikanum ræktar Mick að-
allega kartöflur, en einnig nokk-
uð af káli, lauk og blómum. Auk
þess hefur hann lítinn grasblett,
þar sem hann beitir asnanum og
kálfinum. Á markaðsdögum
spennir María, kona Micks, asn-
ann fyrir kerruskrifli og ekur til
Limerick með kjúklinga, egg og
kál.
Spölkorn frá húsinu er skól-
inn, sem sex af börnum Micks
sækja — kennslan er ókeypis,
en bækurnar ekki, og þær eru
dýrar. Börnin læra írsku í skól-
anum og kennslan fer yfirleitt
fram á írsku, en heima er töluð
enska, því að hún er aðalmálið
í þessum Iandshluta. Börnin eru
berfætt. Drengirnir hjálpa
pabba sínum við að taka upp
móinn, telpurnar gefa hænsnum,
sækja vatn í brunninn og bæta
föt.
Mick er myndarlegur á velli,
sólbrenndur, með Ijóst, úfið hár
eftir mikinn svita og margar
rigningardembur. Hann var 23
ára, þegar hann giftist Maríu,
sem var vinnukona hjá mjólkur-
bússtjóranum. María er góð og
dugleg stúlka, kát og f jörug, og
afar hrifin af manninum sínum.
Maður getur heyrt það á rödd
hennar, þegar hún talar um
hann. — Það er einhver virð-
ingar og þakklætistónn í henni.
En hún er eins og aðrir Irar að
því leyti, að hún er dul og flík-
ar ekki tilfinningum sínum, en
þegar hún segir: „Mick er góð-
ur — hann hefur ekki sagt eitt
einasta styggðaryrði við mig,
síðan við kynntumst, — já, hann.
er góður, guð blessi hann,“ —
þá verður það ljóst, að Mick á
við heimilishamingju að búa.
Mick fer á fætur klukkan hálf
sjö á morgnana, drekkur kakó
og borðar brauð — oft án
smjörs og áleggs — dundar hitt
og annað úti um stund, en stíg-
ur svo á reiðhjólið og leggur af
stað. Hann hefur dálítið brauð
og te með sér í nesti. Hann vinn-
ur í 9 stundir, með einnar stund-
ar matarhléi. Hann vinnur öll
störf að mjöltum undanteknum.
Hann er skepnumaður ágætur
og nýtur fyllsta trausts bónd-
ans. Klukkan sex um kvöldið
heldur hann heim til konu og
barna. Kvöldmaturinn er venju-
lega kartöflur, kál, næpur eða.