Úrval - 01.12.1947, Side 75

Úrval - 01.12.1947, Side 75
DAGLEGT LlF Á IRLANDI 7a eldhúsinu. Það eru blómstur- pottar í gluggum og á veggjun- um hanga myndir af Maríu mey með bamið, heilögum Patrick o. s. frv. Á nagla hjá skorstein- inum hanga öll talnaböndin. Á landsskikanum ræktar Mick að- allega kartöflur, en einnig nokk- uð af káli, lauk og blómum. Auk þess hefur hann lítinn grasblett, þar sem hann beitir asnanum og kálfinum. Á markaðsdögum spennir María, kona Micks, asn- ann fyrir kerruskrifli og ekur til Limerick með kjúklinga, egg og kál. Spölkorn frá húsinu er skól- inn, sem sex af börnum Micks sækja — kennslan er ókeypis, en bækurnar ekki, og þær eru dýrar. Börnin læra írsku í skól- anum og kennslan fer yfirleitt fram á írsku, en heima er töluð enska, því að hún er aðalmálið í þessum Iandshluta. Börnin eru berfætt. Drengirnir hjálpa pabba sínum við að taka upp móinn, telpurnar gefa hænsnum, sækja vatn í brunninn og bæta föt. Mick er myndarlegur á velli, sólbrenndur, með Ijóst, úfið hár eftir mikinn svita og margar rigningardembur. Hann var 23 ára, þegar hann giftist Maríu, sem var vinnukona hjá mjólkur- bússtjóranum. María er góð og dugleg stúlka, kát og f jörug, og afar hrifin af manninum sínum. Maður getur heyrt það á rödd hennar, þegar hún talar um hann. — Það er einhver virð- ingar og þakklætistónn í henni. En hún er eins og aðrir Irar að því leyti, að hún er dul og flík- ar ekki tilfinningum sínum, en þegar hún segir: „Mick er góð- ur — hann hefur ekki sagt eitt einasta styggðaryrði við mig, síðan við kynntumst, — já, hann. er góður, guð blessi hann,“ — þá verður það ljóst, að Mick á við heimilishamingju að búa. Mick fer á fætur klukkan hálf sjö á morgnana, drekkur kakó og borðar brauð — oft án smjörs og áleggs — dundar hitt og annað úti um stund, en stíg- ur svo á reiðhjólið og leggur af stað. Hann hefur dálítið brauð og te með sér í nesti. Hann vinn- ur í 9 stundir, með einnar stund- ar matarhléi. Hann vinnur öll störf að mjöltum undanteknum. Hann er skepnumaður ágætur og nýtur fyllsta trausts bónd- ans. Klukkan sex um kvöldið heldur hann heim til konu og barna. Kvöldmaturinn er venju- lega kartöflur, kál, næpur eða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.