Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 79
RÉTTLÆTI GAGNVART HINUM FÁU
77
J)að ekki máli, hvort tíu manns
eða þúsund eru beittir rang-
læti. Pramið ranglæti er og
verður framið ranglæti, án til-
lits til þess, hve margir verða
fyrir því.
Þingræðisstjórn er eina
stjórnarfyrirkomulagið, sem
menn tuttugustu aldarinnar
geta samþykkt og játast undir.
En við höfum nóg dæmi á tak-
teinunum, sem sýna, að í fram-
kvæmdinni hefur það í för með
sér skerðingu á sjálfsögðu frelsi
og rétti þegnanna á ýmsum
sviðum. Og það er hlutverk hins
frjálsa borgara að benda á þessi
dæmi og segja: Þetta sam-
þykkjum við ekki. Þetta má
ekki koma fyrir! Þetta má ekki
endurtaka sig! Það er höfuð-
réttur og skylda borgarans að
gagnrýna stjómendurna og
benda á mistök þeirra. Einhver
hefur sagt: Það er gott land,
þar sem maður getur sagt
óþvingað og óttalaus, að stjórn-
in sé slæm. Það er ekki unnt
að komast betur að orði um
þetta.
En vandamálið er ekki leyst,
þó að einstakligurinn hafi full-
an rétt til að kvarta og snúast
til andstöðu. Honum leyfist,
eins oft og hann óskar, að segja
að stjórnin sé slæm — en það
ber engan árangur. Stjórnin hef-
ur sem sé meirihluta á þinginu,
og meirihlutinn telur hana góða.
Hvað varðar stjórnina um
minnihluta, sem er á annari
skoðun ?
Minnihlutinn er valdalaus.
Stjórnin fær, við þýðingar-
mikla atkvæðagreiðslu, 51%
atkvæða — hún hefur því á
réttu að standa. Stjórnarand-
staðan fær aðeins 49% atkvæða
— hún hefur því á röngu að
standa.
Þannig liggur þá málið fyrir,
í fáum orðum sagt. Slíkt ástand
er, jafnvel í augum hins fáfróð-
asta og einfaldasta manns, lítt
viðunandi: Hinir 49 hundraðs-
hlutar geta ekki sætt sig við
það, og verða að krefjast þess,
að tekið sé tillit til réttar þeirra.
Þeir geta ekki mótmælalaust
beygt sig undir ákvörðun meiri-
hlutans. I frumstæðari lýð-
ræðisríkjum hefur það jafnvel
komið fyrir, að minnihlutinn
hefur, í slíkum vafamálum,
snúið baki við atkvæðaseðlun-
um og gripið til vopna og af-
leiðingin hefur orðið uppreisn.
Meirihlutaákvörðunin leysir í
raun og veru engin vandamál,
og ofbeldi og uppreisn, með