Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 66
64
urval
„bandóður“ eins og við mynd-
um kalla það, varð aftur heil-
brigður, eftir að hann hafði tott-
að pela í eina viku.
Dr. Carl A. Whitaker skýrði
frá þessu furðulega tilfelli í há-
skólafyrirlestri. Sjúklingurinn
var 26 ára gamall iðnaðarverka-
maður, sem þjáðist af brjálsemi.
Ýmsar lækningaaðferðir, þar á
meðal raflost, höfðu verið reynd-
ar við hann, en árangurslaust.
Þá fengu læknarnir honum
barnapela til að totta. Hann tók
við honum og á samri stundu
komst hann í hamslausan and-
legan og líkamlegan æsing og á
eftir varð hann algerlega ör-
magna. Honum var gefinn pel-
inn á hverjum degi í eina viku.
Á áttunda degi sagði hann:
„Nú er ég ekki barn lengur. Ég
þarf ekki pelann.“
Aðferð þessi byggist á þeirri
sálfræðilegu staðreynd, að
hræðsla sem menn hafa orðið
fyrir í bernsku getur seinna á
æfinni valdið taugaveiklun eða
geðbilun. Sálkönnun, dáleiðsla
og aðrar svipaðar aöferðir eru
notaðar til að hjálpa sjúklingn-
um til að rifja upp slík atvik,
sem liggja djúpt niðri í undir-
vitundinni. Þegar honum hefur
tekizt að rifja þefta upp, er
honum sýnt fram á, hvaða áhrif
þetta hefur haft á líf hans, og
hvernig hann getur losað sig við
þennan niðurbælda ótta, sem
var að því kominn að svifta
hann vitinu.
Ef atvikið skeði á meðan
barnið var ómálga, var engin
von til þess að sjúklingurinn
gæti rifjað það upp. Hann gat
ekki greint frá hræðslu, sem
greip hann, áður en hann þekkti
orð yfir reynslu sína. Þetta gat
verið skýringin á, hvers vegna
sálkönnun og aðrar svipaðar
aðferðir mistakast svo oft, sem
raun ber vitni. Þannig ályktaði
dr. Whitaker.
Hann ákvað því að reyna að
koma sjúklingnum í ástand, sem
gæti gert honum kleift að end-
urlifa hræðsluástandið, án þess
að orð þyrfti til. Einhverjar
fyrstu lífsathafnir ungbarnsins
eru að sjúga til sín næringu, og
er sú athöfn mjög tengd tilfinn-
ingalífinu. Pelinn var tilvalið
tæki til að endurvekja þessar
fyrstu athafnir barnsins. Með
hjálp hans var von til þess að
sjúklingurinn gæti lifað upp aft-
ur þær óttatilfinningar, sem
kynnu að hafa ásótt hann í
vöggu, og veitt þannig útrás