Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 90
OSCAR WILDE
TUNDUM er eins og eðli og
hæfileikar manna séu að
miklu leyti arfur frá foreldrun-
um. Þannig var um Oscar Wilde,
og er því rétt að fara nokkrum
orðum um föður hans og móður,
en þau voru bæði allkunnar per-
sónur, hvort á sína vísu.
William Wilde fæddist árið
1815. Seytján ára gamall var
h.ann sendur til Dublin, til þess að
nema skurðlækningar. Hann var
■sérkennilegur útlits, lágur og
grannvaxinn, fölleitur, ennishár,
langnefjaður og augun greind-
arleg. En hann var líka munn-
stór, varirnar holdlegar og hak-
an afslepp. Oscar Wilde erfði
þetta einkennilega andlitsfall,
sem í báðum tilfellum var ótví-
rætt skapgerðartákn.
Þegar Wilde hafði lokið námi,
fór hann að flytja fyrirlestra,
gerðist samkvæmismaður mikill
og þó einkum kvennagull. Ekki
gat hann þó þakkað kvenhyllina
útliti sínu; það voru einhverjir
aðrir töfrar í framkomu hans,
sem ollu henni. Hann haf ði kunn-
ingsskap við konur á ýmsum
aldri, og þar sem slys geta
ávallt hent, og það lækna sem
aðra, þá varð afleiðingin nokkur
lausaleiksbörn.
Hann varð brátt frægur fyrir
að breyta hesthúsi einu í Dublin
í sjúkrahús, og sjúklingarnir
þyrptust til hans, bæði auðugir
og snauðir. Nú tók hagur hans
að blómgast fyrir alvöru, og
um þetta leyti kynntist hann
tilvonandi eiginkonu sinni, Jane
Francescu Elgee, sem var þekkt,
byltingasinnuð skáldkona af
ítölskum ættum. Hún var há
kona vexti og fönguleg, skap-
stillt, með dökk, glampandi augu
og hreimmikla rödd. Hún hafði
notið ágætrar menntunar í æsku,
hafði lært latínu, frönsku og
þýzku, og auk þess ítölsku sér
til skemmtunar.
Þau giftust og eignuðust tvo
syni, Willie, sem fæddist 1852,
og Oscar, er fæddist 16. október
1856.
Tólf fyrstu hjúskaparár Willi-
ams Wilde voru hamingjusöm;
hann efnaðist vel og frægð hans
fór vaxandi. Og líf hans hefði