Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 109
OSCAR WILDE
107
það vel, ef þeir hefðu séð
grasigróna heimreiðina og hús-
ið, með upplituð gluggatjöld og
aflæst herbergi, og hana sjálfa,
sem ekki var lengur nein feg-
urðardrottning eða hefðarfrú,
heldur einmana, gömul kona,
sem var komin á grafarbakk-
•ann.
Og ár eftir ár sat hún ein í
rökkrinu og vissi ekkert um
það, sem gerðist í heiminum. En
«inn vetur varð hún vör við ein-
hvern ys í kringum sig og það
fór ókyrrð um nágrennið. Nýtt
fólk var að flytja í nýja húsið
á hæðinni, og það ætlaði að
halda svo mikinn dansleik, að
slíks voru engin dæmi. Ryans-
hjónin voru forrík — ,,Ryans?“
sagði Jane frænka. „Ég þekki
ekki þetta Ryansfólk. Hvaðan
er það ?“ Og þá sprakk blaðran.
Engin vissi hvaðan Ryanshjón-
in voru ættuð og það var haft
eftir góðum heimildum, að
atvinna þeirra væri kaup-
niennska. „En,“ sagði Jane
frænka, „hvað er veslings fólkið
að hugsa? Hver ætti svo sem að
sækja þenna dansleik?“ Jane
frænka var fullvissuð um, að
allir ætluðu að sækja dansleik-
inn, allir hefðu þegið boðið og
það yrði feikilega gaman.
Þegar Jane frænku varð
þetta Ijóst, reiddist hún ákaf-
lega. Þannig var þá málunum
komið í nágrenninu og það var
henni að kenna. Hún hefði átt
að hafa forustuna; hún hafði
lokað sig inni, þegar hún hefði
átt að vera að berjast. Og þá
tók Jane frænka ákvörðun sína.
Hún ætlaði að halda dansleik
— dansleik, sem hvergi ætti
sinn líka. Hún ætlaði að taka
þátt í samkvæmislífinu á ný og
sýna, hvernig hefðarkona af
gamla skólanum bæri sig til. Ef
nágrannarnir voru í raun og
veru svona djúpt sokknir, ætlaði
hún sjálf að bjarga þeim úr
klóm þessa ósvífna hyskis. Og
hún tók þegar til starfa. Gamla
húsið var málað, búið nýjum
húsgögnum og ný blóm voru
gróðursett í garðinum. Kvöld-
verðurinn og hljómsveitin var
pantað frá London og heill hóp-
ur þjóna ráðinn. Allt átti að vera
fyrsta flokks — það var sama
hvað það kostaði! Og allt átti
að borgast; Jane frænka ætlaði
að eyða ævi sinni til að endur-
borga það. En nú skyldi ekk-
ert til sparað.
Að síðustu kom kvöldið
mikla. Vegurinn heim að hús-
inu var upplýstur með mislit-