Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 103
OSCAR WILDE
101
lægir þá, sem beita því, og það
niðurlægir einnig hina, sem
verða fyrir barðinu á því.“
„Hvenær, sem eitthvert þjóð-
félag eða ríkisstjóm, reynir að
segja listamanni fyrir verkum,
skeður eitt af tvennu: annað-
hvort hverfur listin með öllu,
verður að eftiröpun eða úrkynj-
ast í auðvirðilegt fúsk.“
„Fullkomnun mannsins er
fólgin í því, sem maður er, en
ekki því, sem maður á.“
Wilde áleit, að útrýma bæri
fátæktinni, því að bæði spillti
hún fólki og tefði þroska þess.
„Það er aðeins ein stétt þjóð-
félagsins, sem hugsar meira um
peninga en auðmennimir; það
eru fátæklingarnir.“
„Sultur en ekki synd, er or-
sök glæpa nútímans.“
Oscar Wilde lagðist ákveðinn
gegn þeirri skoðun, að líkam-
legt strit væri göfugra en önnur
vinna: „Maðurinn er ætlaður til
annars en að vera á kafi í skít-
verkum.“ I augum Wildes var
hlutverk vélanna það, að vinna
erfiðustu og leiðinlegustu störf-
in fyrir þjóðfélagið. Vélarnar
áttu að vera þrælar, en ekki
keppinautar mamísins eins og
nú á sér stað.
„Markmið mannsins er að
hafa næði til menningarlegra
iðkana.“
Þessi ritgerð Oscars Wilde
um sósíalismann varð honum
til meira tjóns meðal ensku yfir-
stéttarinnar en nokkuð annað,
sem honum hefði komið í hug
að segja eða gera. Og sá tími
átti líka eftir að koma, þegar
yfirstéttin hefði getað rétt hon-
um hjálparhönd, en snéri við
honum bakinu.
Við skulum hugsa okkur
þreklegan, hæggerðan og feit-
laginn mann, með fölt, nauðrak-
að andlit (þegar yfirvararskegg
var í tízku), þykkar, holdugar
varir, einbeittan munn, sítt,
sveipað og dökkt hár og brúna-
þung augu. Andlit hans var eins
og gríma, þegar hann var hugsi,
en það ljómaði af brosi, þegar
hann ræddi við aðra. Hann ork-
aði með mjög ólíkum hætti á
fólk. Sumir hlógu að honum,
aðrir hötuðu hann og margir
komust úr jafnvægi, þegar þeir
sáu hann í fyrsta skipti. En það
voru ekki nema örfáir, sem
höfðu andúð á honum til lengd-
ar. Hann sigraði alla með glæsi-
leik sínum og gáfum, og ungir
rithöfundar litu upp til hans
sem meistara. Um þetta leyti
var ekkert sérkennilegt við