Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 78
76
tJRVAL
dráttum sagan um það, hvernig
hinir voldugu hafa kúgað hina
máttarminni. Fyrr á tímum var
meirihlutinn undirokaður af
minnihlutanum, drottnararnir
voru fáir, hinir kúguðu margir.
Það voru einvaldir keisarar og
konungar, lénsherrar, greifar
og kirkjuhöfðingjar. — Það
voru kúgararnir. Og á hinn
bóginn var svo fjöldinn: alþýð-
an, sem að mestu leyti var bund-
in átthagafjötrum. Alþýðan
var þekkingarsnauð og ómennt-
uð, og hana skorti samhug og
félagsþroska. Lítill hópur harð-
snúinna og óbilgjarnra manna,
sem buðu út málaliði og sátu
yfir öllu vopnavaldi, gátu auð-
veldlega haft ráð alþýðunnar í
hendi sér. Og þegar völdin voru
fengin, kom freistingi um mis-
beitingu þeirra til skjalanna.
Þannig lesum við á annari
hverri síðu mannkynssögunnar
um grimmilegustu kúgun og
undirokun.
Á öllum öldum hefur réttlætið
átt erfitt uppdráttar. Þess
vegna hefir það lengstum verið
ranglætið, sem hrósaði sigri
með aðstoð ofbeldisins.
Hefir orðið nokkur breyting
í þessu efni á vorum dögum?
Hvernig er saga vorra tíma?
Við höfum að baki fimm ára
glæpamannayfirráð í Evrópu.
Við erum varla vaknaðir enn
eftir martröðina. Við segjum
fagnandi: Hitler er gjörsigrað-
ur. Undirokuðu þjóðirnar í
Evrópu hafa fengið frelsið aft-
ur. En getum við sagt: Frelsið
og réttlætið hafa sigrað á öllum
vígstöðvum ?
Nei, við getum ekki látið okk-
ur þau orð um munn fara.
Ástandið í Evrópu í dag gefur
ekki tilefni til þess.
Lýðræðisríkin hafa líka sitt
frelsisvandamál. Það liefur kom-
ið í Ijós, að þingræðisstjóm er
mjög ábótavant. Það hefur sýnt
sig, að af þessu stjórnarfyrir-
komulagi sprettur einnig hið
gamalkunna fyrirbæri, sem við
þekkjum úr mannkjmssögunni:
Kúgunin.
Ástaudið hefur einungis
breytzt á þann veg, að aðilarnir
hafa skipt um hlutverk. Nú er
það minnihlutinn, sem er kúg-
aður af meirihlutanum, meiri-
hlutinn, sem drottnar yfir minni-
hlutanum. Nú eru það drottnar-
amir, sem eru fjölmennir, en
hinir undirokuðu fámennir.
En frá sjónarmiði réttlætis-
ins er ástandið óbreytt. Frá
þessu háleita sjónarmiði skiptir