Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 60
58
TJRVALi
við púpurán maursins, og miss-
ir því einkunn til keppinautar
síns. En eigi að síður er maur-
inn ekki jafnsnjall og á horfist.
Margar ágætar og hraustar
maurategundir, færar í hernaði
og listfengar, hafa dáið út ein-
göngu vegna þrælahaldsins.
Maurinn er vægur húsbóndi og
virðist oft takast að vekja hjá
þrælunum tilbeiðslukennda lotn-
ingu í sinn garð. Stimamýkt
þeirra gagnvart honum er tak-
markalaus. Og þess vegna
hnignar hinum hrausta her-
manni, hinum volduga maur,
smám saman. Hinir dyggu þræl-
ar hans bera hann á höndum
sér, og hann fær ekki að drepa
hendinni í kalt vatn. Sællífið
gerir það að verkum, að hann
reynist nú ekki jafnherskár og
ógurlegur berserkur og áður
fyrr. Maurar, sem vanir voru
að leggja á flótta, óðara en þeir
sáu honum bregða fyrir, snúast
nú til varnar. Maurum, sero áð-
ur fengu ekki staðizt honum
snúning, tekst nú jafnvel að gera
út af við hann, nema sveit þræla
komi honum til hjálpar. Og áð-
ur en yfir lýkur, verður hann
hreint sníkjudýr á þrælum sín-
um.
Ef við lítum nú yfir saman-
burðinn, sjáum við, að hvor aðili
hefir hlotið þrjár einkunnir, en
eins og ég hef áður sagt, er
rannsókn þessi eigi það víðtæk,
að við getum komizt að endan-
legri niðurstöðu. Það er ahnenn
skoðun, að maurinn standi bý-
flugunni framar. Ekki er ég því
samdóma, en ég véfengi það eigi
heldur. Ég veit það ekki.
00^00
Blygðunarroði.
Mark Twain hlustaði einu sinni á fyrirlestur hjá kunnum nátt-
úrufræðingi. Eftir fyrirlesturinn tóku þeir tal saman.
„Hafið þér nokkum tíma hugsað um það, að maðurinn er eina
skepnan á jörðinni, sem getur roðnað?" sagði náttúrufræð-
ingurinn. „Getið þér skýrt það?"
„Ef til vill er það af því að hann er eina skepnan, sem hefur
þörf fyrir það,“ sagði Mark Twain.