Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 64
Hér fer á eftir sítt af hverju um
Nýjungar í vísindum.
Ný líekning við magasári.
Stórmerk nýjung í læknis-
fræði hefur nýlega komið fram
á sjónarsviðið — ný og mjög
árangursrík meðferð á sári í
skeifugörn (ein tegund maga-
sárs).
Áður voru slík sár læknuð með
uppskurði eða sérstöku matar-
æði. En sjúkraskýrslur sýna, að
65 af hverjum 100 sjúklingum
fengu sárið aftur innan tveggja
ára. Hin nýja aðferð hefur verið
reynd á meira en 250 sjúkling-
um með ágætum árangri.
Þessi nýja aðferð hefur leitt
margt nýtt í Ijós — hvers vegna
áhyggjur geta valdið skeifu-
garnarsári, hvers vegna þau
koma aftur, og hvers vegna
lækning með mataræði kemst
aldrei fyrir hina raunverulegu
orsök meinsins.
Maginn er að innan þakinn
þúsundum smákirtla. Þegar
matur kemur í magann, örvast
þeir til starfa og taka að gefa
frá sér sýru, sem nauðsynleg er
til þess að meltingin geti farið
fram. Slímlag innan á magan-
um vamar því, að sýran éti í
sundur magavegginn, en í
skeifugöminni — sem er í fram-
haldi af maganum — er ekkert
slíkt slímlag. Sýran mundi því
fljótlega éta í sundur skeifu-
görnina, ef meltingin í magan-
um drægi ekki úr eyðingaráhrif-
um sýrunnar.
Það er ekki hætta á, að
óblönduð magasýra fari niður í
skeifugörnina, því að hún mynd-
ast ekki í maganum nema þeg-
ar matur er þar. En hjá sumu
fólki skapast það sjúklega
ástand, að sýra myndast í mag-
anum án þess að nokkur matur
sé þar. Þegar maginn er tómur
(t. d. á nóttunni) vætlar óblönd-
uð sýran án afláts úr maga-
sekknum niður í skeifugörnina.
Það er þetta fólk, sem fær
skeifugarnarsár. Og orsökin er
sálræns eðlis — áhyggjur og
kvíði.
Taugin, sem tengir magann
við heilann, er kölluð vagus. Um
þessa taug fær maginn skilaboð
frá heilanum, sem stjórnar
hreyfingum hans.