Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 126
124
URVAL.
fyrir eins félagslyndan og sæl-
lífan mann og hann var. Ensk
fangelsi á þeim tímrnn voru ekki
annað en kvalastaðir, sem
gerðu fangana annaðhvort að
glæpamönnum eða vitfirring-
um. Fyrsta missirið var Osear
í Wandsworth fangelsinu, þar
sem ódaunninn var svo mikill í
klefanum, að hann gat varla
dregið andann, og maturinn
óætur. Svo var hann fluttur í
Readingfangelsið, sem var talið
heldur skárra.
Robert Ross lýsir svo yfir-
fangaverðinum, Isaacson of-
ursta, að hann hafi verið „hrein-
asta ófreskja“. Það getur ver-
ið, að Readingfangelsi hafi ver-
ið heilsusamlegra en Wands-
worth, en meðan Isaacson réði
þar, og það var um átta mán-
aða skeið, var aðbúðin engu
betri, fangaverðirnir voru hrott-
ar, og fangarnir bjuggu við sí-
felldar ógnir. Þetta var ægileg
reynsla fyrir Wilde, sem hafði
verði haldinn þeirri almennu
blekkingu, að mennimir væm
að verða betri. Fangavistin full-
komnaði þá menntun, sem hófst,
þegar hann var handtekinn, og
hann varð aldrei samur maður
aftur.
I febrúar 1893 dó móðir hans.
Kona hans var stödd í Genúa,
en þrátt fyrir sjúkleika, sem
hún þjáðist af, lagði hún á sig
erfitt ferðalag til Englands, til
þess að hún, en ekki einhver
ókunnur, segði honum frá láti
móður hans. Hann komst svo
við af góðvild hennar, að hann
sagði nokkm síðar í bréfi til
Ross: „Mér finnst ég hafa leitt
slíka óhamingju yfir hana og
börnin, að ég hafi ekki rétt til
að standa gegn óskum hennar í
neinu. Hún var blíð og góð þeg-
ar hún kom til mín. Ég treysti
henni algerlega.“ Fjölskylda
hennar hafði Iengi reynt að fá
hana til að sækja um skilnað
og hún hafði loks fallist á að
skilja að borði og sæng, en þó
með samkomulagi við Wilde.
Wilde var fús til að samþykkja
allt. Áður en hann fór úr fang-
elsinu, undirritaði hann skiln-
aðarskjalið og fól henni umsjá
barnanna, en sjálfur átti hann
að fá 150 sterlingspund á ári
gegn því skilyrði, að hann byggi
ekki hjá Douglas.
Gestir máttu nú koma oftar
til hans en áður, en hann leyfði
aðeins nánustu vinum sínum að
heimsækja sig. Hinir raunveru-
legu vinir hans voru innan fang-
elsisveggjanna, nokkrir fanga-