Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 127
OSCAR WILDE
125
verðir og samfangar, og hugur
hans dvaldi mest hjá þeim.
Nokkrum dögum áður en hann
var látinn laus, gerðu nokkrir
Ameríkumenn honum tilboð um
að kaupa minningar hans úr
fangelsinu fyrir hátt verð.
Wilde móðgaðist. Hann kvaðst
ekki skilja, að nokkur gæti gert
heiðursmanni slíkt tilboð.
Wilde fór úr fangelsinu
kvöldið áður en lausnardagur-
inn rann upp. Hann ætlaði ekki
að láta vini Queensberrys sitja
fyrir sér. Hann ók í lokuðum
vagni til brautarstöðvarinnar,
og nokkrum klukkustundum
síðar voru þeir Robert Ross á
leiðinni yfir Ermarsund, til
Frakklands. Hann sá England
hverfa í sjó í hinzta sinn.
*
Refsing Wildes hélt áfram,
eftir að hann var laus úr fang-
elsinu, og hegðun hans síðustu
árin skyldi enginndæma nema sá
sem væri eins tilfinninganæmur
og hann, hefði verið tvö ár í
fangelsi og hefði orðið að þola
niðurlægingu hins útskúfaða,
sem hvarvetna er svívirtur og
hrjáður.
Wilde settist að í frönsku
borginni Dieppe, en þangað hóp-
uðust margir listamenn. Sumir
forðuðust hann, en margir,.
einkum virðulegir, enskir borg-
arar, gerðu sér far um að móðga
hann. Ef hann kom inn í veit-
ingahús, fóru þeir út eða kvört-
uðu yfir návist hans við eigand-
ann, sem síðan bað Wilde að
fara, því að hann kærði sig ekki
um að missa góða viðskipta-
vini.
Um þetta leyti endurnýjuðu
þeir Douglas vináttuna. Cons-
tance og Ross reyndu allt til að
koma í veg fyrir að þeir hittust
aftur; en Douglas langaði til að
vita, hvort vinur hans hefði snú-
ist gegn honum, eins og Ross
hafði gefið í skyn, og skömmu
eftir að Oscar kom til Frakk-
lands, skrifaði Douglas honum
og spurði, hvort það væri satt.
Af svari Oscars gat Douglas sér
til, að tilfinningar hans væru ó-
breyttar, en að aðrir væru því
til fyrirstöðu, að þeir hittust.
Þeir skiptust á fleiri bréfura,
og það var ljóst, að Oscar bafði
í engu breytzt. En það var
ekki fyrr en Constance hafði
skrifað Wilde harðort bréf,
að þeir ákváðu að hittast.
Það hafði verið samkomulag,
að þau hjónin skyldu ekki hitt-
ast fyrr en eftir eitt ár, ef hann