Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 50
48
tmVAL
skynsamlegt frá amerísku sjón-
armiði — en hvernig getur það
samrýmzt hinni nýju, lýðræðis-
legu stjórnarskrá, sem sér-
fræðingar hemámsstjórnarinn-
ar hafa samið, og sem gekk í
gildi á þessu ári ?
Þessi stjórnarskrá líkist
í meginatriðum stjórnarskrá
Bandaríkjanna, þar sem úrslita-
völdin eru í höndum fólksins.
Þjóðin beitir valdi sínu við
frjálsar kosningar fulltrúa á
þingið. Stjórnarskráin tryggir
jafnrétti fyrir lögunum, án til-
lits til kynþátta, trúarbragða
eða kynferðis. Ríkja skal trú-
hugsana- og skoðanafrelsi. Keis-
arinn er aðeins einingartákn
ríkisins og þjóðarinnar, en hef-
ur engin völd. Ráðherrarnir eru
samábyrgir gagnvart þinginu.
Forsætisráðherrann og meiri-
hluti ráðuneytisins verða að
vera þingmenn, og þingið eitt
hefur löggjafarvaldið.
I þinginu eru tvær deildir.
Fulltrúadeildin er kosin til
fjögra ára. Helmingur öldunga-
deildarinnar, sem hefur tiltölu-
lega lítil völd, er kosinn á
þriggja ára fresti. Hæstiréttur
á, eins og í Ameríku, að vaka
yfir því að lög og tilskipanir séu
í samræmi við stjómarskrána.
Þessi stjórnarskrá gekk í
gildi eftir kosningarnar í maí í
vor. Erfitt er að segja, hvort
kosningarnar hafa verið frjáls-
ar í vestrænum skilningi, því að
útlendir fréttaritarar sýndu
miklu minni áhuga á þeim en
kosningum í öðrum umdeild-
um löndum. Við kosningarnar
til öldungadeildarinnar var þátt-
takan þó aðeins 50%. Engar
upplýsingar eru til um það,
hvort „hugsanalögreglan" hefur
stillt sig um að beita hinum
gömlu aðferðum sínum við
„frjálsar“ kosningar. En hitt er
víst, að hægri flokkarnir hafa
aukið fylgi sitt mikið, fengu 259
þingmenn af 466, en höfðu áður
237. Jafnaðarmenn juku þing-
mannatölu sína úr 92 í 143, en
smáflokkarnir töpuðu. Komm-
únistum fækkaði úr 5 í 4. Hinir
gömlu stjórnmálamenn ráða enn
miklu í hægri flokkunum. f apríl
1946 var jafnvel að því komið
að foringi frjálslynda flokksins,
Hatojama, myndaði stjórn.
Frjálslyndi flokkurinn er raun-
verulega afturhaldsflokkur. —•
Hatojama er gamall stríðsæs-
ingamaður, sem skrifað hefur af
mikilli hrifningu bækur um
Hitler og Mussolini. Eftir mót-
mæli úr mörgum áttum bannaði