Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 91
OSCAR WILDE
89
sennilega haldið áfram á sömu
braut, ef lagleg stúlka um tví-
tugt, Mary Travers að nafni,
hefði ekki leitað til hans vegna
lasleika sumarið 1854.
Wilde og Mary urðu fljótlega
vinir og síðan elskendur. Þau
voru talsvert mikið saman og
hann eyddi í hana miklu f é. Kona
hans komst að þessu, en leiddi
það hjá sér, því að hún hugði,
að þetta væri aðeins eitt af hin-
um venjulegu ástarævintýrum
hans. En Mary var ekki þess
konar stúlka, að hún léti laust,
það sem hún hafði náð tökum
á. Wilde ákvað að losa sig við
hana og bar á hana fé og ger-
semar í því augnamiði. Henni
var nú orðið Ijóst, að hann var
orðinn henni afhuga, og hún hét
því, að hann skyldi fá að gjalda
brigðmælgi sinnar svo að um
munaði.
Hún byrjaði á því að skrifa
nafnlaus bréf og kvæði, hvert
öðru svívirðilegra, og síðan gaf
hún út prentaðan bækling. Efn-
ið var það, að „dr. Quilp“ nokk-
ur hef ði svæft stúlku í lækninga-
stofu sinni og síðan beitt hana
ofbeldi. Sagan var brátt á hvers
manns vörum í Dublin, og allir
vissu, við hvern var átt. Síðan lét
hún prenta bréf .þau, sem Wilde
hafði skrifað henni og réð hóp af
drengjum til að selja þau. Að
lokum risu af þessu málaferli,
og lyktaði þeim á þá lund, að
Wilde var dæmdur í smásekt.
Wilde tók þetta mál mjög
nærri sér. Hann dró sig út úr
samkvæmislífinu og gerðist
hirðulaus um starf sitt. Auk
þess varð hann fyrir ástvina-
missi, er tvær gjafvaxta dætur
hans fórust í eldsvoða á dans-
skemmtun.
William Wilde dó vorið 1876.
Óvíst er um dánarorsökina, en
hitt er víst, að hann var orðinn
saddur lífdaga. Oscar Wilde
hefur lýst móður sinni svo:
„Hún var yndisleg kona. Hún
laut ekki svo lágt að vera af-
brýðisöm. Henni var vel kunn-
ugt um lauslæti föður míns, en
hún lét sem hún sæi það ekki.
Þegar faðir minn lá banaleguna,
kom svartklædd kona með slæðu
fyrir andlitmu í heimsókn til
hans á hverjum morgni. Hún
fór rakleitt inn í svefnherbergið
hans, settist á rúmstokkinn og
sat þar allan daginn, án þess
að mæla orð, og enginn skipti
sér af henni. Það hefðu ekki
margar eiginkonur þolað slíkt,
en móðir mín vissi, að faðir minn
unni þessari konu og að honum