Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 65
NÝJUNGAR 1 VÍSINDUM
63
Ef sá hluti heilans, sem stjórn
ar maganum, kemst úr jafnvægi
út af áhyggjum eða kvíða, hef-
ur það áhrif á magann. Skila-
boð taka að berast með vagus-
tauginni og sýramyndun byr jar
í maganum utan þess tíma, sem
matur er í maganum. Þessi um-
framsýra svíður skeifugörmna
að innan. Sársaukinn, sem því
fylgir, veldur áhyggjum, og
þannig myndast vítahringur,
sem að lokum veldur sári.
Læknar þóttust vita, að ef
þeir gætu stöðvað þessi röngu
skilaboð til magans, mundi hin
óeðlilega sýrumyndun hætta. Og
þeir vissu, að það var hægt með
því blátt áfram að skera sund-
ur vagustaugina. En með því
missti heilinn alla stjórn á mag-
anum.
Tilraunir voru gerðar á dýr-
um til að vita, hver áhrif það
hefði, ef vagustaugin væri skor-
in í sundur. Það kom í ljós, að
lítið eitt dró úr vöðvahreyfing-
um magans við það, og mátti
slíkt teljast kostur, því að yfir-
leitt eru of miklar vöðvahreyf-
ingar í maga hjá þeim, sem hafa
sár í skeifugörn, og veldur það
auknum verkjum.
Að fenginni þessari reynslu,
var skorin í sundur vagustaug-
in í nokkrum sjúklingum, sem
ekki hafði tekizt að lækna með
öðru móti. Frá Ameríku berast
fréttir um, að þar hafi verið
gerðar meira en 250 slíkar
skurðaðgerðir með góðum á-
rangri.
I enska læknablaðinu The
Lancet skýra tveir skurðlækn-
ar frá 50 skurðaðgerðum, sem
þeir hafa gert. Af þeim eru 34
algjörlega lausir við öll sjúk-
dómseinkenni, vinna fulla vinnu
og borða allan mat. Ellefu telja
sig „góða“, en verða þó að hafa
nokkra aðgæzlu í mat. Aðeins
fimm sýndu engin batamerki.
Skurðaðgerðin er miklu hættu-
minni en venjulegir skurðir við
sári í skeifugörn. Og batinn virð-
ist varanlegur, því að f jögur ár
eru liðin síðan fyrstu sjúkling-
amir voru skornir upp, án þess
að sárin hafi tekið sig upp aftur.
Chapman Pincher í „Daily Express".
Geðveiki læknuð með bamapela.
Fullorðinn maður sýgur pela
klukkustundum saman til þess
að rifja upp gleymd atvik frá
fyrsta bemskuári.
Þetta er nýjasta aðferðin við
lækningu á geðveiki. Og hún
gefst vel. Brjálaður maður,