Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 27
UM FJÖLL OG LIST — OG SITTHVAÐ FLEIRA
25
óprúttnir mangarar hafa ginnt
fólkið til að kaupa.
Mikið hefur breytzt til batn-
aðar á síðustu árum. Teikni-
kennslan í skólunum hefur gjör-
breytzt. Sennilega munu þau
börn, sem njóta nú góðs af hin-
um nýju kennsluaðferðum, öðl-
ast allt aðra afstöðu til listar-
innar en kynslóðin á undan.
Listamennirnir sjálfir hafa líka
gert meira að því að komast í
samband við fólkið.
Enn blómgast samt ramma-
verzlanirnar. Og í mörg ár enn
mun ungt fólk, sem stofna vill
heimili, kaupa „landslagsmynd"
með húsi og tré og vatni og
báti og sólsetri, í þverhandar-
breiðum, gylltum skrautrömm-
um.
Hvað getum við gert til að
koma í veg fyrir þetta ? Við get-
um sagt þeim, að þessi „list“ sé
sú dýrasta, sem til er, því að
hún er einskis virði. Og við get-
um beðið þau að bíða með að
skreyta veggina hjá sér þangað
til þau hafa hugsað sig um tvisv-
ar. Og loks getum við ráðlagt
þeim að leita ráða hjá þeim, sem
geta leiðbeint þeim.
Mynd á vegg segir meira til
um eigandann en húsgögn og
innbú og föt. Hún getur afhjúp-
að hann gjörsamlega. Ef þú ert
í vafa um, að myndin á veggn-
um þínum sé meðmæli með lista-
smekk þínum, þá skaltu gefa þér
tóm til að virða hana vel fyrir
þér, tala um hana við vini þína
og mynda þér einlæga skoðun
um hana sjálfur. Þú munt þá
kannske finna nýjar hliðar á
henni, bæði góðar og slæmar, og
ef til vill tekurðu hana niður
einn góðan veðurdag og hengir
upp aðra, sem er betri.
Því mundu:
Að það er heiðarlegt að hafa
ekki efni á að eiga gott listaverk,
en að það er engin afsökun til
fyrir því að vera svo efnaður
að maður skreytir veggi sína
með lélegum myndum.
cc ★ cno
Fyrsti skóladagnrinn.
Bobby litli kom heim eftir fyrsta daginn sinn i skólanum.
„Jæja, Bobby,“ sagði pabbi hans, „hvað lærðirðu í skólanum?"
„Ekki mikið," sagði Bobby. „Ég á að koma aftur á morgun."
— Dublin Opinion.