Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 48
46
tJHVAL
sinnaskiptum. Um það hafa ekki
aðeins ensk blöð (Times, Man-
chester Guardian, New States-
man o. fl.), heldur eirrnig ame-
rísk (Time, N. Y. Times o. fl.)
látið í ljósi efa.
í fyrsta lagi álíta þessir blaða-
menn, að sérfræðingar hernáms-
stjórnarinnar, sem hafi ekki get-
að, mátt eða viljað setja sig í
samband við hin raunverulegu
lýðræðisöfl í landinu, viti raun-
verulega ekki, hvað sé að ske.
Japanska leynilögreglan, sem
sett var á sínum tíma til
höfuðs „hættulegum hugsun-
um“, er enn við lýði og beztu
heilsu, þó að hún hafi að nafn-
inu til verið leyst upp strax eftir
hernámið. Starfsmenn hennar
voru fluttir í aðra landshluta og
aðrar stöður; sumir voru gerðir
að túlkum og riturum hjá her-
námsstjórninni, aðrir að mat-
vælaeftirlitsmönnum í þorpum
landsins o. s. frv. Þeir eru með
öðrum orðum enn í áhrifastöð-
um, og vinna hin gömlu störf sín
undir nýjum titlum.
Amerískir f réttaritarar skýrðu
frá því, að lýðræðissinnaðir, jap-
anskir vinir þeirra kvörtuðu
undan því að þeim væri ógerlegt
að komast í samband við her-
námsyfirvöldin vegna þessara
ritara og annarra af slíku tagi.
Það komu fljótt í ljós gallarnir
á því að viðhalda og taka við
hinu gamla valdatæki. Ameríku-
menn hafa fullan vilja á að koll-
varpa hinu hálf-miðaldalega
f jármálakerfi í Japan og setja í
staðinn lýðræðislegan kapítal-
isma eftir amerískri straumlínu-
fyrirmynd.
Það átti að leysa upp hina
voldugu iðn- og auðhringi (sbr.
hin amerísku lög um bann gegn
auðhringum) og — já, og hvað
svo? Það átti ekki að þjóðnýta
þá með harðri hendi. Það var
því farið í kringum alla þessa
löggjöf með málamyndar upp-
lausn hrmganna, en hinir gömlu
eigendur ráða raunverulega öllu
eftir sem áður.
Stórjörðunum, sem í Japan
eins og alls staðar annars stað-
ar eru stoð og stytta afturhalds-
ins, átti að skipta milli jarðnæð-
islausra bænda. Þetta hefur ver-
ið gert samkvæmt bókstafnum,
en raunverulega er skiptingin
aðeins blekking. Jörðunum hef-
ur verið skipt milli fjölskyldu-
meðlima stórbændanna, en þær
eru sem kunnugt er margar í
Japan. Gagnrýnendur í Eng-
landi, Ástralíu og jafnvel Ame-
ríku eru með öðrum orðum sam-