Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 52
60
■0RVAL
og Ameríkumenn eru búnir að
koma sér saman um lýðræðis-
fyrirkomulagið í landinu (eins
og er fangelsa Rússar hægri
sinnaða stjórnmálamenn í sínum
hernámshluta, og Bandaríkja-
menn handtaka vinstrisinna á
sínu hemámssvæði).
Afhending Suöur-Sacchalin í
hendur Rússa, allra umboös-
stjórnareyjanna í Kyrrahafi
í hendur Bandaríkjamönnum,
Norður-Kúrileyja í hendurRúss-
um, og Ryukiu- og Bonineyj-
anna í hendur Kínverjum.
Eftirlit með afvopnun og lýð-
ræðisskipulagi landsins á áfram
að vera í höndum hinna ellefu
bandamannaríkja.
Af því sem að framan segir
er ljóst, að ágreiningsefnin eru
nægileg við væntanlega friðar-
samninga og eftir á einnig.
03 ★ CO
Lítill árangur.
Frederik Hegel, fyrrverandi forstjóri danska útgáfufélagsins
Gyldendal, hefur gefið út fyrsta bindi af ævúninningum sínum.
Margt er þar um ýmsa merka rithöfunda. Um Johannes V. Jen-
sen segir hann m. a. að kímni hans sé mjög ólik hinni léttu,
dönsku kímni. Hún sé nöpur og stundum kaldhæðin.
Hegel, sem vissi, að Jensen langaði til að hitta skáldkonuna
Karen Blixen, barónsfrú, bauð þeim báðum í miðdegisveizlu.
Því miður gat hann ekki látið þau sitja hlið við hlið við borðið,
og þar sem mannmargt var, fengu þau ekki tækifæri til að tala
saman fyrr en kaffið var borið fram. 1 veizlunni var einnig rit-
höfundurinn Mogens Lorentzen, sem beið þess með eftirvæntingu
hvernig hinn sögulegi samfimdur yrði. Johannes V. Jensen gekk
til barónsfrúarinnar og þau töluðu saman um stund, en hinir
gestimir hlustuðu á. Svo blönduðu einhverjir sér í samræðumar
og Jensen dró sig í hlé. Mogens Lorentzsen gekk til móts við
hann og spurði fullur eftirvæntingar: „Nú, hvemig gekk?“ Jen-
sen var jafnþumbaralegur og venjulega, en þegar Lorentzen end-
urtók spumingu sína, svaraði hann án þess að breyta um svip:
„Það varð ekki folald úr því í þetta sinn.“
— Raconteur í All varldens Berattare.