Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 62
60
TJRVAL
— Verið þér þá kyrr, ég er
viss um, að manninum mínum
þykir afskaplega vænt um það.
— Jæja þá, sagði hann lágt.
— Það er bezt, að ég verði kyrr,
og hann lét fallast niður á stól-
inn, fullur af tei og sáróánægð-
ur.
Húsbóndinn kom heim. Mið-
degisverðurinn var snæddur.
Meðan á máltíðinni stóð, réði
Jones ráðum sínum og ákvað að
fara klukkan hálf níu. Fjölskyld-
an var að velta því fyrir sér,
hvort Jones væri heimskur eða
geðvondur, eða bara heimskur.
Eftir miðdegisverðinn fór f rú-
in að „skemmta" honum og
sýndi honum Ijósmyndir. Hún
sýndi honum allt ljósmyndasafn
fjölskyldunnar, feikna kynstur
af myndum — myndir af föður-
bróður húsbóndans og konu
hans, og af bróður frúarinnar
og ungum syni hans, bráð-
skemmtilega mynd af vini föð-
urbróður húsbóndans í indversk-
um einkennisbúningi, ákaflega
velheppnaða mynd af hundi vin-
ar föðurbróður húsbóndans og
loks mynd af húsbóndanum á
grímudansleik, þar sem hann
var búinn eins og f jandinn.
Klukkan hálfníu hafði Jones
skoðað sjötíu og eina mynd. Eft-
ir voru sextíu og níu, sem hann
hafði ekki skoðað. Jones stóð
upp. .
— Nú verð ég að bjóða góða
nótt, sagði hann ákveðinn.
— Bjóða góða nótt! sögðu
húsráðendur. — En klukkan er
ekki nema hálf níu? Þurfið þér
að gera eitthvað sérstakt?
— Nei, ekkert, viðurkenndi
hann og muldraði eitthvað um
að vera í sex vikur og hló svo
vesældarlega.
Þá kom það upp úr kafinu að
eftirlæti fjölskyldunnar, yngsta
barnið, hafði falið hatt Jones
og húsbóndinn sagði, að hann
yrði að vera kyrr, kveikja sér í
pípu og spjalla svolítið. Hús-
bóndinn hafði pípuna og orðið
og Jones var kyrr. Á hverju
augnabliki var hann að því kom-
inn að láta til skarar skríða, en
hafði ekki þrek til þess. Svo fór
húsbóndinn að verða leiður á
Jones og tók að ókyrrast, og
loks sagði hann í hálfkæringi, að
það væri bezt að Jones yrði yfir
nóttina, það yrðu einhver ráð
með að sjá honum fyrir rúmi.
Jones misskildi hann og þakk-
aði honum með tárin í augunum,
og svo lét húsbóndinn búa Jones
rúm í gestaherberginu og kross-
bölvaði með sjálfum sér.