Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 131
Gagnslaus fróðleikur.
Framhald af 4. kápusíðu.
á grísku bublos. • Meðalþungi
mannsheilans er rúm 1200 grömm.
• 1 hinum miklu vötnum Kanada
er helmingurinn af ferskvatni
heimsins. • 1 Natural History of
Iceland (Náttúrusaga Islands) eft-
ir Horebow (gefin út í London
1758) heitir 42. kaflinn „Um ugl-
ur“ og hljóðar þannig: „Það eru
engar uglur af neinu tagi á allri
eyjunni." • Feitasti maður, sem
nokkurn tíma hefur lifað, er senni-
lega Daníel Lamhert. Hann var
180 cm. á hæð og vóg 335 kg. •
Hluti af mála rómverskra her-
manna var greiddur í salti, og var
kallað „salarium". Af því er dreg-
ið enska orðið ,,salary“, sem þýð-
ir laun.
— Commander Campbell.
• Prússnesk sýra, NCN, er fljót-
virkasta eitur, sem þekkist. Það
drepur mann á 30 sekúndum.
Flestar aðrar eiturtegundir eru
nokkrar klukkustundir að bana
manni. • Ef Titanic hefði rekizt
beint á ísjakann í stað þess að
beygja þannig að jakinn rakst á
kinmmginn, hefði skipið sennilega
aldrei sokkið. • Sums staðar í
Assam í Indlandi er úrkoman á ári
1000 til 1300 sentímetrar. 1 London
er hún 60 sentimetrar í rigningar-
sömu ári. • Hinn svonefndi „goby-
fiskur" getur lifað á þurru landi
ef sporðurinn er í vatni. • Dauða-
refsing fyrir hórdóm var afnum-
in í Englandi á stjómarárum
Knúts konungs. • Það eru sex og
hálf miljón hnoðnaglar í brúnni
yfir Forthfjörðinn í Skotlandi.
• Þriðja marz síðastliðinn drápu
máfar tvö lömb og átu þau. Það
skeði í Kelso, Tweed, í Englandi.
• Ef kýr kemst í mikla geðshrær-
ingu, getur mjólkin úr henni orð-
ið eitruð. • Ef helmingur af af-
kvæmum einna ostruskeljahjóna
fengi að lifa og ná fullum þroska,
yrði skeljahrúgan átta sinnum
stærri en jörðin. • Slöngur drepa
30 000 manns í Indlandi á ári. • Ef
loftskeyti yrði sent til Marz,
mundi það vera fimmtán mínútur
á leiðinni. • Sagt er að kínverski
múrinn sé eina mannvirkið á jörð-
inni, sem sjást muni frá tunglinu.
• Silfurpappír er bezti hitaein-
angrari sem til er, þegar frá er
talið lofttómt rúm. • Enn sem
komið er hafa mennimir aðeins
eytt um einni teningsmílu af olíu-
forða jarðarinnar. • Hraðametið
í vélritun er 149 orð á mínútu.
Amerísk stúlka í Chieago, ungfrú
Hamma að nafni, setti það árið
1941. • Bananar gefa tiltölulega
mest uppskerumagn allra mat-
jurta: tuttugu smálestir af hverri
ekru. • Kanarífuglamir eru ekki
komnir frá samnefndum eyjum í
Atlantshafi, heldur frá Hartzfjöll-
unum í Þýzkalandi. • 1 einni ten-
Framhald á 2. kápusíðu.