Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 80
78
ORYAL
stuðningi vopnavalds, gerir það
enn síður. En það er til þriðja
leiðin og hún er sem betur fer oft
farin í þroskuðum lýðræðisríkj-
um. Þessi leið er málamiðlunin.
Flokkarnir ganga til móts við
hvern annan, slá af kröfunum,
taka tillit til hvers annars og ná
samkomulagi með málamiðlun.
Þessi leið er ef til vill ekki
hin ákjósanlegasta, sem hægt
væri að hugsa sér, en í ófull-
komnum heimi er hún sennilega
hin bezta, sem völ er á. Og eins
og bent hefir verið á, verður
hún aðeins farin í þroskuðum
lýðræðisríkjum, þar sem menn
eru hættir að beita vopnum mál-
um sínum til stuðnings. Því að
málamiðlunarákvörðun byggist
á þroskuðum einstaklingum,
sem eru ríkir að umburðarlyndi
og mannúð. Hún getur eigi orð-
ið að veruleika á þingi, sem er
skipað ofstopamönnum eða vel
æfðum flokksfélögum, sem
ávallt fylgja þessari megin-
reglu: Það minnsta, sem ég get
fórnað flokknum, eru skoðanir
mínar. Málamiðlunarákvörðun
verður aðeins skilin af sann-
menntuðum og gáfuðum mönn-
um, af lýðræðislega þroskuðum
borgurum.
Réttlæti eða ranglæti byggist
þannig á einstaklingmun. Þann-
ig hefur það verið og þannig
mun það verða. Þegar við velt-
um fyrir okkur vonzku heims-
ins, orsök hennar og uppruna,
komum við að lokum ávallt að
hinu sama: eðli mannsins.
Keisarinn og lénsherrann
drottnuðu með valdi vopnanna,
þeirra var valdið, og flestir
féllu fyrir freistingunni að mis-
nota það. Stóri stjórnmála-
flokkurinn í lýðræðisríki nú-
tímans, sem drottnar í krafti
meirihluta síns í þinginu, fell-
ur á sama hátt fyrir sömu
freistingu að misbeita valdi
sínu. Því að flokkurinn er einnig
byggður upp af mönnum með
mannlega ágalla og bresti.
Þannig getur það komið fyrir í
nútíma þjóðfélagi, að meiri-
hlutinn beiti minnihlutann valdi.
Þannig sjáum við, að sagan
endurtekur sig stöðugt.
Hvað mig snertir, er ég full-
komlega sannfærður um það, að
mannlegt eðli sé að mestu leyti
óbreytanlegt. Það er ómögulegt
að komazt að annari niðurstöðu,
eftir að hafa lesið mannkyns-
söguna, en hún er safn mann-
legrar reynslu.
Hinum ýmsu kerfum, pólitísk-
um, f járhagslegum og félagsleg-