Úrval - 01.12.1947, Side 80

Úrval - 01.12.1947, Side 80
78 ORYAL stuðningi vopnavalds, gerir það enn síður. En það er til þriðja leiðin og hún er sem betur fer oft farin í þroskuðum lýðræðisríkj- um. Þessi leið er málamiðlunin. Flokkarnir ganga til móts við hvern annan, slá af kröfunum, taka tillit til hvers annars og ná samkomulagi með málamiðlun. Þessi leið er ef til vill ekki hin ákjósanlegasta, sem hægt væri að hugsa sér, en í ófull- komnum heimi er hún sennilega hin bezta, sem völ er á. Og eins og bent hefir verið á, verður hún aðeins farin í þroskuðum lýðræðisríkjum, þar sem menn eru hættir að beita vopnum mál- um sínum til stuðnings. Því að málamiðlunarákvörðun byggist á þroskuðum einstaklingum, sem eru ríkir að umburðarlyndi og mannúð. Hún getur eigi orð- ið að veruleika á þingi, sem er skipað ofstopamönnum eða vel æfðum flokksfélögum, sem ávallt fylgja þessari megin- reglu: Það minnsta, sem ég get fórnað flokknum, eru skoðanir mínar. Málamiðlunarákvörðun verður aðeins skilin af sann- menntuðum og gáfuðum mönn- um, af lýðræðislega þroskuðum borgurum. Réttlæti eða ranglæti byggist þannig á einstaklingmun. Þann- ig hefur það verið og þannig mun það verða. Þegar við velt- um fyrir okkur vonzku heims- ins, orsök hennar og uppruna, komum við að lokum ávallt að hinu sama: eðli mannsins. Keisarinn og lénsherrann drottnuðu með valdi vopnanna, þeirra var valdið, og flestir féllu fyrir freistingunni að mis- nota það. Stóri stjórnmála- flokkurinn í lýðræðisríki nú- tímans, sem drottnar í krafti meirihluta síns í þinginu, fell- ur á sama hátt fyrir sömu freistingu að misbeita valdi sínu. Því að flokkurinn er einnig byggður upp af mönnum með mannlega ágalla og bresti. Þannig getur það komið fyrir í nútíma þjóðfélagi, að meiri- hlutinn beiti minnihlutann valdi. Þannig sjáum við, að sagan endurtekur sig stöðugt. Hvað mig snertir, er ég full- komlega sannfærður um það, að mannlegt eðli sé að mestu leyti óbreytanlegt. Það er ómögulegt að komazt að annari niðurstöðu, eftir að hafa lesið mannkyns- söguna, en hún er safn mann- legrar reynslu. Hinum ýmsu kerfum, pólitísk- um, f járhagslegum og félagsleg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.