Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 73
DAGLEGT LlF Á ÍRLANDI
71
búa að sínu, og þjóðlegir siðir og
venjur urðu meira áberandi en
áður. Nú er öllum þjóðlegum
verðmætum hætta búin, vegna
innrásarinnar eftir styrjöldina.
Eire er orðið fyrirheitna land-
ið, ekki þrátt fyrir hve langt á
eftir tímanum það er, heldur ein-
mitt vegna þess. Bæði andleg og
líkamleg fæða er orðin góð sölu-
vara, því að þúsundir ferðalanga
koma frá Englandi, til þess að
borða nægju sína, hvíla sig og
skoða staði, sem eru óskemmdir
af hernaðaraðgerðmn. En hætt-
an, sem minnst var á, stafar
ekki af þessum ferðamönnum —
það hafði verið búizt við þeim
og viðeigandi ráðstafanir gerð-
ar.
Nei, hættan stafar af hinum
vellríku innflytjendum, sem arð-
ræna Eire með því að kaupa
írskar eignir sér til skemmtun-
ar. Irsk sveitasetur eru komin
í afar hátt verð. Það er tiltölu-
lega ódýrt að iðka veiðar, tekju-
skatturinn er lágur, nóg er um
matvæli og enginn hörgull á
vinnustúlkum. Og launin eru
mjög lág, samanborið við það,
sem gengur og gerist í Englandi.
Landið er paradís fyrir auð-
menn, sem hafa efni á að slæp-
ast og leika sér.
Og auðvitað hefur þróun flug-
málanna sína þýðingu. Einangr-
un landsins er ekki lengur til.
Shannonflugvöllurinn er tengi-
liður milli Ameríku og megin-
lands Evrópu. Frá Collinstowns
hjá Dublin eru beinar flugsam-
göngur við London.
Irar eru mótfallnir því,
að framfærslukostnaðurinn sé
sprengdur upp úr öllu valdi af
fólki, sem ekki þarf að horfa í
skildinginn, og þeir vilja ekki
að siðgæðisvitund sinni sé spillt
af mönnum, sem halda, að þeir
megi haga sér eins og þeir vilja
í írlandi. Eire er á framfara-
braut, þótt hægt fari. Ríkis-
stjórnin leggur mikið kapp á að
leysa húsnæðisvandræðin, og
vinnur að bættu skipulagi bæja,
betri heilsuvernd og menntun af
miklum dugnaði. Landinu er það
lífsnauðsyn, að enginn fái fram-
ar arðrænt það. Irar eru ákaf-
lega sómakærir menn, og þeir
mega gæta sín, sem gera sér að
leik að hneyksla þá. Sex ára
einangrun hefur orðið þeim til
aukins þroska. Þeir kæra sig
ekki um, að land þeirra verði að
leikvangi fyrir aðra. Hvernig
getur Eire varizt hinu nýja
vopni — tékkheftinu?