Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 59
SAMJÖFNUÐUR Á MAURUM OG BÝFLUGUM
57
ýmsu um fjölda íbúanna. Að
öllu jöfnu æíti búskapurinn að
ganga betur, eftir því sem þær
eru fleiri, og bú með fáum bý-
flugum getur eigi vænzt þess
að fá safnað nægiíegum vetr-
arforða. En hinn gullni meðal-
vegur er happadrýgstur. Of há
íbúatala gæti haft hungursneyð
og tortímingu í för með sér.
I-Ivað einkunnirnar snertir, þá
virðist mér báðir aðiljar hafa
nægilega mörg kynjuð kvendýr
til þess að sjá fyrir fjölgunar-
þörf sinni, sem er æði mikil, og
hvorirtveggju hafa losað vinnu-
dýrin við kynhvötina, sem í
margfeldni sinni kostar mikinn
tíma og orku á flestum öðrum
sviðum lífs. Svo að hvorir-
tveggja fá einkunn.
Sumir maurar hafa þrælahald,
enda þótt Bretland eigi, sem bet-
ur fer, fyrir almenn réttindi þar
í landi, einungis eina tegund af
því tagi. Þeir fara hervirkjum
um önnur maurabú, drepa full-
orðna og ræna púpum og hafa
heim með sér. Þegar maurarn-
ir skríða úr púpunum, muna þeir
ekkert eftir fyrri heimkynnum
sínum og gerast dyggir þjónar
á heimili hinna nýju húsbænda
sinna. Þetta sýnir eigi svo lítil
hyggindi. Að gera sér ómak út
af hreyfingarlausum púpum í
borg, sem þeir hafa hertekið,
ber vitni um þekkingu og for-
sjálni, er jafnast á við sömu
eiginleika hjá manninum, þótt
játa verði, að þrælahald maur-
anna hafi hafizl af tilviljun.
1 upphafi munu þeir hafa litið
á púpurnar sem matarforða, en
síðan tekið upp hinn siðinn, er
sumar púpurnar fengu tíma til
að „klekjast út“, áður en þær
voru étnar.
Það var ekki fyrr en með tím-
anum, að maurunum lærðist að
meta gildi þessara óboðnu gesta
og tókst að neita sér um að eta
þá, áður en þeir skriðu úr púp-
unni. Býflugur missa stundum
drottningu sína, þegar af ein-
hver jum ástæðum engin egg eru
fyrir hendi til útungunar. Gæti
þá eitt egg, hæfilega nýtt, frá
öðru búi, bjargað þeim frá glöt-
un. Til eru sagnir um, að bý-
flugur rœni eggjum frá nágrönn-
um sínum, þegar svo ber undir.
Ég dreg það mjög í efa. Það
væri ekki heiglum hent fyrir bý-
flugu að ráðast inn í ókunnugt
bú og velja þar nýtt egg, og
jafnvel enn torveldara yrði
henni að komast með það út.
Býflugan hefir því ekki upp
á neitt að bjóða, sem jafnast á
8