Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 55
ENGINN EFI
53
kviðdómendur,“ sagði hann í
skipandi tón, „ég biö yöur aö
horfa á þessar dyrl“
Allir viðstaddir sneru sér við
og litu á dyrnar. Hraðritarinn
hætti að skrifa, og drengur, sem
sat innarlega í salnum stóð upp.
Eftir þögn, sem virtist aldrei
ætla að taka enda, mælti mála-
flutningsmaðurinn:
„Afsakið, að ég er að skapa
yður tálvonir. Afsakið, að ég
gerði yður þennan grikk. Það
kemur enginn inn um þessar
dyr. En ég var sá eini í réttar-
salnum, sem var alveg viss um
það! Allir aðrir héldu, að ein-
hver gæti komið inn. Allir efuð-
ust. Heiðruðu kviðdómendur, ef
þér efuðust, verðið þér að sýkna
þenna mann!“
Philippe Durand settist niður.
„Þessi belgiski málaflutnings-
maður er ekkert lamb að leika
sér við,“ sagði blaðamaður frá
París við félaga sinn. „Volpin
verður áreiðanlega sýknaður."
En kviðdómurinn taldi Volpin
sekan. Plann var dæmdur til
hengingar.
Einn af kviðdómendunum
hafði veitt því athygli, að Vol-
pin leit aldrei til dyranna.
1 réttarsalnum.
„Háttvirti dómari," sagði verjandinn. „Ég fullyrði, að skjól-
stæðingur minn hafi alls ekki brotizt inn í húsið. Hann kom
að opnum forstofugluggamnn, rétti inn hægri höndina og tók
nokkra smáhluti. Því verður ekki með sanngirni haldið fram,
að hægri handleggur skjólstæðings míns sé sama og hann
sjálfur, og ég fæ ekki séð, hvernig þér getið refsað honum
fyrir afbrot, sem aðeins einn útlimur hans fremur.“
„Röksemdafærsla yðar er sannfærandi," sagði dómarinn, „og
samkvæmt henni dæmi ég hægri handlegg hins ákærða í eins
árs fangelsi. Getur hinn ákærði svo valið inn, hvort hann fylg-
ir handleggnum eða ekki."
Ákærði gerði sér þá lítið fyrir, tók af sér hægri handlegg-
inn, sem var úr korki, lagði harrn á borðið fyrir framan dóm-
arann og gekk út. — Office Appliances.