Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 116
114
TjRVAL
„Þetta var einkabréf til son-
ar míns.“
„En hvemig dirfist þér að
skrifa annað eins og þetta um
son yðar og mig?“
„Yður var sparkað út úr
Savoy-hótelinu fyrir ósæmilega
hegðun.“
„Það er lýgi!“
„Og þér hafið leigt íbúð
handa honum í Piccadilly."
„Það hefir einhver verið að
ljúga að yður þessum óhróðri
um son yðar og mig. Ég hef
ekki aðhafzt neitt slíkt.“
En hinn sat við sinn keip, og
Wilde aðvaraði hann.
„Queensberry lávarður, er
yður alvara að ásaka son yðar
og mig fyrir ósæmilega hegð-
un?“
„Ég segi ekki að það sé stað-
reynd, að þér séuð þannig, en
það er allt útlit fyrir það. Ef ég
hitti yður með syni mínum á
opinberu veitingahúsi, skal ég
berja yður.“
„Ég þekki ekki Queensberry-
reglurnar, en regla Oscars
Wilde er að berjast strax. Út
með yður.“
„Þetta er hneyksli!“ hrópaði
markgreifinn, því að viðbragð
Wildes kom honum á óvart, og
eins og allir óþokkar, varð hann
kjarklaus, þegar á hólminn var
komið.
„Ef þetta er hneyksli, þá eruð
þér höfundur þess og enginn
annar.“
Wilde hafði hringt á þjóninn,
og það var nærri liðið yfir hann,
þegar húsbóndinn sagði:
„Þetta er Queensberry mark-
greifi, illræmdasta skepnan í
London. Þú mátt aldrei hleypa
honum inn í hús mitt framar.
Og,“ hann opnaði dyrnar fyrir
hinum óboðnu gestum, „út með
ykkur nú!“
Markgreifinn, sem var þrút-
inn af bræði, flýtti sér út og
hnefaleikakappinn fór á hæla
honum. Það var sorglegt, að
Queensberry skyldi ekki fram
kvæma hótun sína og reyna að
berja Wilde, því að þá hefði
Wilde gengið af honum dauð-
um og sloppið með tiltölulegt
væga refsingu fyrir manndráp.
Skap Queensberrys æstist
enn meir við það, að síðasta
leikrit Wildes fékk fádæma góð-
ar viðtökur. Þrem dögum seinna
fór hann ásamt vitundarvotti
inn í Albemarleklúbbinn, tók
upp nafnspjald sitt og skrifaði
á það: „Til Oscars Wilde, sem
hegðar sér eins og kynvilling-
ur.“ Hann fékk dyraverðinum