Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 24
Grein þessi er skrifuð fyrir norska
lesendur, um norskar aðstæður, en
hún getur líka verið umhugsunar-
efni fyrir islenzka lesendur.
Um fjöll og list — og sitthvað fleira.
Grein úr „Verden i Dag“,
eftir Arve Moen.
\Z"IÐ mennirnir erum vana-
' skepnur, þegar um er að
ræða mat, drykk, tóbak, listir
og ást.
Raunar kannski ekki svo
mjög, þegar um ást er að ræða.
En áreiðanlega, þegar um er að
ræða listir.
Það er ekki fyrr en við erum
orðnir sljóvar vanaskepnur á öll-
um sviðum, að við getum búizt
við að öðlast full mannréttindi
og virðingu samborgaranna. Þá
er kominn yfir okkur sá stöðug-
leiki, sem gerir okkur að góðum
þjóðfélagsþegnum, og við get-
um notið hins fullkomna sam-
ræmis í tilverunni. Öll kyrrstaða
er full samræmis fyrir þann, sem
sér öryggi sínu hættu búna við
það að kyrrstaðan raskast.
ímyndunarafl var eiginleiki,
sem við áttum í bernsku. Sem
betur fer, tókst okkur að kæfa
það á unga aldri. Byltingamenn,
listamenn og vísindamenn eru
menn, sem hafa aldrei komizt
af hinu andlega gelgjuskeiði.
Þeir eru sí og æ að syndga gegn
Jantalögum tilverunnar.
Það er ekki mikið meira en
100 ár síðan f jöllin okkar — sem
við erum nú svo hreykin af og
eigum í svo ríkum mæli — voru
muni á skipinu. En ef um her-
skip er að ræða, er það blessað
og skírt af presti, sem jafn-
framt flytur fallega bæn. Þess
er vandlega gætt að tryggt sé,
að vínflaskan brotni í fyrstu
atrennu. Það er talið óláns-
merki, ef gera þarf aðra
atrennu; og mikil ógæfa ef skip-
ið fer á flot án þess að flaskan
brotni. Ég hef aldrei orðið vitni
að slíku.