Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 104
102
líRVAL
klæðaburð hans og fas. Hann
klæddist eins og tízkan bauð,
og var oft með blóm, einkum
fjólur, í hnappagatinu. Hann
bar hring á einum fingri og
gekk við gamaldags staf. Þann-
ig var útlit Oscars Wilde, í stór-
um dráttum á árunum 1885—
92. Við skulum nú athuga, hvað
bjó að baki þessu brosandi and-
liti, sem lýsti svo miklu sjálfs-
trausti.
Það hlýtur að hafa verið
æskufjöri Wildes að þakka, að
hann vissi ekki hvað vansæla
var, fyrr en hann varð fertugur;
og enda þótt óhamingjan yfir-
skyggði líf hans upp frá því,
var skapgerð hans þannig, að
hann gat ekki gefið sig örvænt-
ingunni á vald langa stund í einu.
Sú staðreynd, að hann var á-
vallt hamingjusamur og sæll,
hefur vafalaust haft mikil og
heillavænleg áhrif á gengi hans
og frægð.
Hamingjusamir menn eru oft-
ast latir; þeir þurfa ekki að leita
sér dægradvalar í vinnu eða
íþróttum; þeir þurfa ekki að
bæla niður neinn innri óróa og
þess vegna leita þeir sér full-
nægingar í viðræðum eða íhug-
un. Wilde var eins starfsamur
andlega og hann var latur
líkamlega. I slíku íþróttalandi
sem England var og er, vakti
afstaða hans gremju samborg-
aranna. „Knattspyrna er ágæt-
ur leikur fyrir kröftugar stúlk-
uþ, en varla heppilegur fyrir
veikbyggða drengi,“ sagði hann
einu sinni við kennara einn.
Helzta líkamsæfing hans var að
liggja á legubekk og hugsa eða
sitja til borðs og tala. „Raun-
verulegt líf manns er oft það,
sem maður lifir ekki,“ skrifaði
hann, þegar hann var um tví-
tugt, enda lifði hann að mestu
í heimi ímyndunarinnar. Hann
skopaðist að þeirri hugmynd,
að öflun þekkingar hefði gildi
í sjálfu sér eða líkamlegt erfiði
væri heilbrigt og göfugt. „Hug-
ur fróðleiksmannsins er hræði-
legt fyrirbrigði,“ sagði hann.
„Hann er eins og fornverzl-
un, þar sem öllu ægir sam-
an, allt er rykfallið og allt skráð
f5rrir ofan sannvirði.“
Auk þess að vera latur, var
Wilde sælkeri. „Við lifum á
tímum, þegar ónauðsynlegir
hlutir eru einu nauðsynjar okk-
ar,“ sagði hann.
Þess ber að gæta, að dekur
yfirstéttarinnar við hann keyrði
um þessar mundir fram úr
öllu hófi. Þegar hann var á