Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 46
44
ttRVAL
vel. (Annað mál er það, hvort
Englendingar, Ástralíumenn,
Ný-Sjálendingar og Rússar eru
eins ánægðir).
Bandaríkin væntu þess fast-
lega, að eftir stríðið yrðu mikl-
ar framfarir í Kína, sem gæti
orðið næstum ótakmarkaður
markaður fyrir amerískar vör-
ur, amerískt fjármagn og hið
ákjósanlegasta athafnasvið fyr-
ir ameríska sérfræðinga á öllum
sviðum. Ef dæma skal eftir, hve
Rússar voru fúsir til að fara
burt úr Mansjúríu, og hve ákaf-
ir þeir voru í að tryggja sér
framleiðslutæki Japana þar, hef-
ur Ráðstjórnin opinberlega og
umyrðalaust gefið Ameríku-
mönnum frjálsar hendur í Kína
og ætlar sér ekki að blanda sér í
hagsmunamál þessara tveggja
stórvelda í Mansjúríu.
Allt hefði því farið vel, ef Kín-
verjar hefðu ekki sjálfir eyði-
lagt allt fyrir sér. I skýrslum
ameríska sendiráðsins í Kína
(og einnig í skilnaðarræðu Mar-
shalls hershöfðingja til kín-
verskra stjórnmálamanna) hef-
ur margoft komið fram hörð
gagnrýni á stjórn Chiang-Kai-
Shek fyrir viljaleysi hennar til að
ná samkomulagi við „hið rauða
Kína“. Eins og allt er í pottinn
búið mxm borgarastyrjöld, verð-
bólga og fjármálaöngþveiti
þjaka kínversku þjóðina í mörg
ár enn. Þetta er Ameríkumönn-
um mikil vonbrigði og neyðir þá
til þess að líta í kringum sig
eftir uppbót — og þá verður
Japan fyrst fyrir.
Það voru ekki liðnir margir
mánuðir frá stríðslokum áður
en stjórnixmi í Washington var
orðið þetta Ijóst, eins og greini-
lega mátti sjá á því, að Mac-
Arthur varð æ einráðari í her-
ráðsstjórn Bandamanna í Jap-
an. Þó að hernámi Japan sé í
orði kveðnu stjórnað af fjór-
veldaráði Bandamanna í Tokyo,
varð það æ Ijósara eftir því sem
á leið fyrsta hernámsárið, að
MacArthur var raunverulegur
einræðisherra í Japan.
Bandaríkin lögðu mest fram
í styrjöldinni við Japan og lögðu
til mestan hluta setuliðsins, og
gaf það vitanlega yfirmanni
þess, MacArthur hershöfðingja,
tækifæri til að efla aðstöðu sína
og yfirráð. Og stjórnin í Was-
hington studdi hann í þeirri við-
leitni. Aftur á móti var þessi
þróun málanna ekki óblandið
ánægjuefni í Englandi og enn
síður í Ástralíu.
Strax snemma á árinu 1946