Úrval - 01.12.1947, Síða 62

Úrval - 01.12.1947, Síða 62
60 TJRVAL — Verið þér þá kyrr, ég er viss um, að manninum mínum þykir afskaplega vænt um það. — Jæja þá, sagði hann lágt. — Það er bezt, að ég verði kyrr, og hann lét fallast niður á stól- inn, fullur af tei og sáróánægð- ur. Húsbóndinn kom heim. Mið- degisverðurinn var snæddur. Meðan á máltíðinni stóð, réði Jones ráðum sínum og ákvað að fara klukkan hálf níu. Fjölskyld- an var að velta því fyrir sér, hvort Jones væri heimskur eða geðvondur, eða bara heimskur. Eftir miðdegisverðinn fór f rú- in að „skemmta" honum og sýndi honum Ijósmyndir. Hún sýndi honum allt ljósmyndasafn fjölskyldunnar, feikna kynstur af myndum — myndir af föður- bróður húsbóndans og konu hans, og af bróður frúarinnar og ungum syni hans, bráð- skemmtilega mynd af vini föð- urbróður húsbóndans í indversk- um einkennisbúningi, ákaflega velheppnaða mynd af hundi vin- ar föðurbróður húsbóndans og loks mynd af húsbóndanum á grímudansleik, þar sem hann var búinn eins og f jandinn. Klukkan hálfníu hafði Jones skoðað sjötíu og eina mynd. Eft- ir voru sextíu og níu, sem hann hafði ekki skoðað. Jones stóð upp. . — Nú verð ég að bjóða góða nótt, sagði hann ákveðinn. — Bjóða góða nótt! sögðu húsráðendur. — En klukkan er ekki nema hálf níu? Þurfið þér að gera eitthvað sérstakt? — Nei, ekkert, viðurkenndi hann og muldraði eitthvað um að vera í sex vikur og hló svo vesældarlega. Þá kom það upp úr kafinu að eftirlæti fjölskyldunnar, yngsta barnið, hafði falið hatt Jones og húsbóndinn sagði, að hann yrði að vera kyrr, kveikja sér í pípu og spjalla svolítið. Hús- bóndinn hafði pípuna og orðið og Jones var kyrr. Á hverju augnabliki var hann að því kom- inn að láta til skarar skríða, en hafði ekki þrek til þess. Svo fór húsbóndinn að verða leiður á Jones og tók að ókyrrast, og loks sagði hann í hálfkæringi, að það væri bezt að Jones yrði yfir nóttina, það yrðu einhver ráð með að sjá honum fyrir rúmi. Jones misskildi hann og þakk- aði honum með tárin í augunum, og svo lét húsbóndinn búa Jones rúm í gestaherberginu og kross- bölvaði með sjálfum sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.