Úrval - 01.12.1947, Side 7

Úrval - 01.12.1947, Side 7
JÓLARÆÐA FYRIR HEIÐINGJA 5 annar, að til sé raunveruleg New York, sem hann geti verið í sönnu samræmi við. Ef enginn hlutlægur mælikvarði er til, þá verður val okkar milli hug- myndakerfa smekksatriði og út í bláinn. Styrjöld okkar fyrir lýðræðishugsjónum gegn hug- sjónum nazista hefur þá verið óþarfi, því að hvorug stefnan er hinni betri. Ekki getur held- ur neitt í raun og veru breytzt til hins betra eða verra. Ef ekkert raunverulegt takmark er til, get- ur maður hvorki nálgazt það né fjarlægzt. I sannleika sagt er engin ástæða til að gera nokk- urn skapaðan hlut. Mér virðist, grannar góðir, sem okkur muni nauðugur einn kostur að verða sannir heiðingj- ar, þó að ekki sé nema til undir- búnings því að verða kristnir menn. Ég á ekki við það, að við ættum að fara að skilja eftir brauðmola undir tré yzt 1 garð- inum sem fórn handa skógar- dísinni. Ég á ekki við það, að við ættum að dansa vínguðinum til dýrðar á Hampstead heiði. (Ef til vill yrðu þó frídagar okk- ar betri en þeir eru nú, ef dá- lítið meira væri af hátíðlegri eða háleitri gleði og dálítið minn?. um skemmtanir í „verzlunai stíl“). Ég á jafnvel ekki við það (þó að ég óski þess mjög), að við náum aftur samkenndinni við náttúruna, hinu trúarlega viðhorfi gagnvart fjölskyldunni og fegurðarþránni, sem hinir betri heiðingjar voru gæddir. Það, sem ég á við, er ef til vill bezt skýrt með því, sem hér fer á eftir. Ef nútímasjónarmiðið eftir kristni er rangt, — og með hverj- um degi verður mér erfiðara að hugsa mér það rétt, — þá er til þrenns konar fólk í heiminum: 1) Þeir, sem eru veikir og vita það ekki (menn, sem eru horfn- ir frá kristni). 2) Þeir, sem eru veikir, og vita það (heiðingjar). 3. Þeir, sem hafa fundið lækn- ingu. Og ef þið byrjið í fyrsta flokknum, þá verðið þið að ganga í gegn um annan flokkinn til að komast í þann þriðja. I vissum skilning er nefnilega lækningin allt og sumt, sem kristindómur- inn bætir við heiðindóminn. Hann staðfestir þá gömlu trú, að í þessum heimi stöndum við andspænis lifandi afli; staðfest- ir, að til sé raunverulegt rétt- læti, og að við höfum skellt skoll- eyrum við því; staðfestir enn- fremur, að tilveran sé fögur og skelfileg. Kristindómurinn bæt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.