Úrval - 01.12.1947, Side 54

Úrval - 01.12.1947, Side 54
52 TJRVAL til hótelsins og fengu herbergi yfir nóttina. Maðurinn var mjög vel búinn. Morguninn eftir heyrðust þau vera að rífast, og skömmu síðar ók maðurinn einn á brott. Um kvöldið kom þessi unga stúlka inn í veitingahúsið, þar sem Henri sat og var að lesa dagblaðið yfir ölglasi. Hún settist hjá honum. Henri keypti koníaksflösku, og þau heyrðust vera að ræða um að fara heim til hans. Ókunna stúlkan sást aldrei framar. Enginn sá hana fara inn í hús Volpins, en kvenskór með háum hæl fannst í svefnherbergi hans. Kona hóteleigandans seg- ir, að það sé skór stúlkunnar. Viku seinna sást Volpin sitja við hlið Molreux-stúlkunnar í bíó. Nágranni Volpins kveðst hafa heyrt kvenmannshlátur úr íbúð hans þetta kvöld. Hún er reiðubúin að sverja, að það hafi verið hlátur Molreux-stúlkunn- ar, en hún hefur ekki sézt síðan. Smáhlutur úr eigu hennar á að hafa fundizt í skrifborðsskúffu skjólstæðings míns. Næsta ákæruatriði er um Louise Rhon, kennslukonu frá Saint Vith. Skólastjórinn vottar, að hún hafi sagt upp stöðu sinni, til þess að geta farið til Villeroi og gifst manni þar, Volpin að nafni. Ökumaðurinn kveðst hafa ekið ungfrú Rhon að húsdyrum ákærða og skilið hana þar eftir. Fundizt hefur brúnn kvenskór í kjallara Volpins og hefur systir ungfrú Rhon vottað, að það sé skór kennslukonunnar. Það hefur einnig verið skýrt frá hvarfi níu annarra stúlkna og hefur hvarf þeirra borið til undir líkum kringumstæðum. Þetta er málið gegn Henri Volpin. Minnist þess, að það liggur ekki dauðahegning við því að safna skóm. Samkvæmt lögunum megið þér ekki dæma Volpin til dauða, nema þér séuð sannfærðir — án nokJcurs efa — að hann hafi framið morðin!“ Hann þagnaði og leit á kvið- dómendurna. „Ég veit, að þér efist“ sagði hann, „enda þótt yður sé það ekki ljóst sjálfum!“ Síðan hélt hann áfram: „Hvað mynduð þér segja, ef einhver af þessum stúlkum, sem þér teljið dauðar, kæmi inn í réttarsalinn? Mynduð þér vera jafn vissir um, að hinar 11 væru dauðar? Mynduð þér ekki vera í neinum efa?“ Hann lyfti hendinni hægt og benti á grænar dyr, sem voru á bakhlið réttarsalsins. „Heiðruðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.