Úrval - 01.12.1947, Síða 94

Úrval - 01.12.1947, Síða 94
92 ORVAL gamni. „Frú mín góð, hvernig getur þessi litla klukka vitað, hvað sólin hefst að?“ spurði hann. Þegar hann var spurður, hvemig hann eyddi deginum, svaraði hann grafalvarlegur: „Ég var að lesa yfir eitt af kvæð- um mínum í allan morgun og strikaði út eina kommu. Eftir hádegið setti ég hana aftur.“ I annað skipti sagði hann: „Þegar ég skrifaði á manntalsskýrsluna, setti ég aldur minn 19 ár og at- vinna: snillingur.“ Eitt sinn er hann var staddur á sveitasetri, kom hann til morgunverðar, þreyttur og gugginn. Þegar hann var spurður, hvort hann væri veikur, svaraði hann: „Nei, ég er ekki veikur, en dauðþreytt- ur. Ef satt skal segja tíndi ég vorrós í skóginum í gær, og hún var svo veik, að ég hefi orðið að vaka yfir henni í alla nótt.“ Honum var vel ljóst, hvaða áhrif fjarstæða sem þessi hefði á venjulegt fólk, og þegar hann heyrði mann, sem hann mætti, segja: „þetta er andskotans fífl- ið, hann Oscar Wilde,“ þá sagði hann við félaga sinn: „Það er furðulegt, hvað maður verður fljótt þekktur í London." Wilde var ákveðinn í því að verða frægur, því að frægð var sama og peningar og peningar sama og frelsi, og með fyndni sinni og fjarstæðuhjali ávann hann tvennt: að skapa sjálfum sér ánægju og koma fólki til að tala um sig. Honum tókst þetta. Árið 1880 fóru að birtast skop- teikningar af honum í „Punch“, og nokkru síðar var leikrit sett á svið, þar sem aðalpersónan. var skopstæling af honum. En þekktasti gamanleikurinn um hann var Þolinmæði eftir Gilbert og Sullivan, sem leikinn var í Opéra Comique í aprílmánuði 1881. En þrátt fyrir alla frægðina, áskotnaðist honum lítið fé, og fasteignin, sem hann hafði erft, var veðsett til fulls; hann varð jafnvel að fá peninga að láni hjá móður sinni. Hann hafði loks aðeins um eina leið að velja og hann fór hana. Kvæði eftir- Oscar Wilde komu út í júlímán- uði 1881. Þrátt fyrir mjög harða gagnrýni, seldust fimm útgáfur af bókinni á skömmum tíma. Það er ekki hægt að lýsa áliti almennings á bókinni, betur en með orðum Olivers Elton, er hann viðhafði í ræðu í Málfunda- félagi Oxfordmanna. Wilde hafði sent Málfundafélaginu eitt. eintak af bókinni að gjöf, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.