Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 9
„NÝR OG BETRI HEIMUR'
7
lokar manninn frá sambandi
við náttúruna, sviftir hann tæki-
færum til sjálfvakinnar, skap-
andi starfsemi, neyðir upp á
líkama hans lífvana hrynjandi
vélanna og knýr hann til að
líta á heiminn og meðbræður
sína frá „vélrænu“ sjónarmiði,
sem er í eðli sínu óeiginlegt lífi
og persónuleika.
Ef við snúum okkur að stjórn-
málunum, mætir okkur í raun
og veru sama ástandið. Við tök-
um það, sem okkur virðist spor
í framfaraátt, en uppgötvum síð-
ar, að það hefur verið dýru verði
keypt. Sem dæmi má nefna, að
í byrjun 19. aldar var James Mill
sannfærður um, að ef allir gætu
lesið og skrifað, myndu allir nota
kosningarétt sinn skynsamlega,
og framtíð lýðræðisins væri með
því tryggð um ókomna framtíð.
Tveim kynslóðum síðar var
draumur Mills um almenna
menntun orðinn að veruleika. En
þessi ávinningur reyndist því
miður ekki agnúalaus. Það er
augljós söguleg staðreynd, að
almenn menntun hefur reynzt
eitt af skæðustu vopnum, sem
harðstjórar, hernaðarsinnar og
ofstækismenn hafa fengið í
hendur.
Eða lítum á þá bölvunina, sem
fylgir öllum tæknimenntuðum
þjóðfélögum — en það er efna-
hagslegt öryggisleysi. Þetta böl
er svo mikið, að sérhvert skref
í áttina til öryggis hlýtur að
virðast framfaraspor. En hvert
er gjaldið, sem við verðum að
greiða fyrir slíkar framfarir?
Nazistar og kommúnistar hafa
gefið mjög uggvænleg svör við
þessari spurningu. Eigi að síð-
ur eru sósíaldemókratar í Vest-
ur-Evrópu vongóðir um að geta
sameinað ríkistryggt efnahags-
öryggi og persónulegt, borgara-
legt og stjórnmálalegt frelsi.
Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér.
En mín tilgáta er sú, að efna-
hagslegt öryggi, stutt af öflugu
ríkisvaldi, reynist, þegar til
lengdar lætur, of dýru verði
keypt, og að ef við viljum í raun
og veru sameina frelsi og öryggi,
verðum við að stefna að dreif-
ingu hins pólitíska valds og tak-
mörkuðu samvinnufyrirkomu-
lagi í efnahagsmálum.
Augljóst er, hvaða lærdóm má
draga af öllu þessu. Það er ekki
til neitt kynjalyf, og hver sem
trúir því, að til sé einhver töfra-
leið út úr langvinnu ófremdar-
ástandi mannsins, er annað
hvort að bjóða heim bráðri tor-
tímingu fyrir áhrif ofstækis-