Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 9

Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 9
„NÝR OG BETRI HEIMUR' 7 lokar manninn frá sambandi við náttúruna, sviftir hann tæki- færum til sjálfvakinnar, skap- andi starfsemi, neyðir upp á líkama hans lífvana hrynjandi vélanna og knýr hann til að líta á heiminn og meðbræður sína frá „vélrænu“ sjónarmiði, sem er í eðli sínu óeiginlegt lífi og persónuleika. Ef við snúum okkur að stjórn- málunum, mætir okkur í raun og veru sama ástandið. Við tök- um það, sem okkur virðist spor í framfaraátt, en uppgötvum síð- ar, að það hefur verið dýru verði keypt. Sem dæmi má nefna, að í byrjun 19. aldar var James Mill sannfærður um, að ef allir gætu lesið og skrifað, myndu allir nota kosningarétt sinn skynsamlega, og framtíð lýðræðisins væri með því tryggð um ókomna framtíð. Tveim kynslóðum síðar var draumur Mills um almenna menntun orðinn að veruleika. En þessi ávinningur reyndist því miður ekki agnúalaus. Það er augljós söguleg staðreynd, að almenn menntun hefur reynzt eitt af skæðustu vopnum, sem harðstjórar, hernaðarsinnar og ofstækismenn hafa fengið í hendur. Eða lítum á þá bölvunina, sem fylgir öllum tæknimenntuðum þjóðfélögum — en það er efna- hagslegt öryggisleysi. Þetta böl er svo mikið, að sérhvert skref í áttina til öryggis hlýtur að virðast framfaraspor. En hvert er gjaldið, sem við verðum að greiða fyrir slíkar framfarir? Nazistar og kommúnistar hafa gefið mjög uggvænleg svör við þessari spurningu. Eigi að síð- ur eru sósíaldemókratar í Vest- ur-Evrópu vongóðir um að geta sameinað ríkistryggt efnahags- öryggi og persónulegt, borgara- legt og stjórnmálalegt frelsi. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. En mín tilgáta er sú, að efna- hagslegt öryggi, stutt af öflugu ríkisvaldi, reynist, þegar til lengdar lætur, of dýru verði keypt, og að ef við viljum í raun og veru sameina frelsi og öryggi, verðum við að stefna að dreif- ingu hins pólitíska valds og tak- mörkuðu samvinnufyrirkomu- lagi í efnahagsmálum. Augljóst er, hvaða lærdóm má draga af öllu þessu. Það er ekki til neitt kynjalyf, og hver sem trúir því, að til sé einhver töfra- leið út úr langvinnu ófremdar- ástandi mannsins, er annað hvort að bjóða heim bráðri tor- tímingu fyrir áhrif ofstækis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.