Úrval - 01.02.1949, Page 30
28
ÍTRVAL
læknirinn dr. Karl Landsteiner
við Rockefellerstofnunina, að í
rauðu blóðkornunum í líkama
mannsins væru tvö efni, „agglu-
tinogen“ A og B; og að
mannsblóðið mætti flokka í
fjóra flokka. Ef einhver tii-
tekinn maður hefur bæði A og
B efnin í rauðu blóðkornunum,
tilheyrir hann AB-flokknum.
Ef hann hefur aðeins A-efnið,
er hann í A-flokknum; en ef
hann hefur aðeins B-efnið, er
hann í B-flokknum. Hafi hann
hvorugt efnið er hann í
0 (núll) -flokknum.
Ekkert getur breytt blóð-
flokk einstaklingsins, hann er
sá sami alla æfi. Þessir eigin-
leikar blóðsins erfast frá kyni
til kyns í samræmi við erfða-
lögmál Mendels.
Til þess að sýna, hvernig
blóðflokkarannsóknirnar eru
notaðar í barnsfaðernismálum,
skulum við taka dæmi. María
tilnefnir Ríkarð sem föður að
barni sínu. Blóðsýnishorn eru
tekin af þeim báðum og barn-
inu líka, og þau send á rann-
sóknarstofu. Sá sem gerir
rannsóknina er ókunnugur mál-
inu. Hann sér aðeins blóðsýnis-
hornin: hlutverk hans er að á-
kveða, hvaða blóðflokki hvert
sýnishorn tilheyrir.
Hann lætur eitt sýnishornið
(sýnishorn Ríkarðs) í skil-
vindu, sem skilur rauðu bióð-
kornin frá blóðvökvanum, og
lætur þau síðan í tilraunaglas.
IJr flösku, sem geymd er í
kæliskáp, tekur hann blóðvatn
(serum), sem unnið hefur verið
úr blóði manns af A-flokki, og
lætur það í tilraunaglasið með
rauðu blóðkornunum. Með þessu
móti hefur flokkuðu blóðvatni
(úr A-flokki) verið blandað
saman við óflokkuð rauð blóð-
korn. Hvað skeður?
Vísindamaðurinn skoðar einn
dropa af blöndunni í smásjá.
Ef rauðu blóðkornin fljóta
jafndreifð í blóðvatnsdropan-
um, þá eru þau af blóðflokki,
sem samþýðist blóðvatnið (í
þessu tilfelli hljóta þau að vera
annaðhvort af A- eða 0-flokki).
En ef blóðkornin límast saman
í klasa, þá veit vísindamaður-
inn, að í A-blóðvatninu er efni,
sem ekki samþýðist rauðu blóð-
kornunum og þau hljóta því að
vera af B- eða AB-flokki.
Með því að endurtaka tilraun-
ina, í þetta skipti með blóðvatni
af B-flokki, kemst hann að raun
um, að blóð Ríkarðs er af