Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 42
Æskunni er hollt að vita, að
allsstaðar bíða hennar —
Qleyst verkefni.
Úr bókinni „Lincoln Steffens Speaking".
TZ-RANI LEKUR. Ég get ekki
skrúfað hann nógu þétt.
Gott og vel. Ég kalla á sjö ára
gamlan son minn til að taka
hann í tíma í einhverri þýðing-
armestu námsgrein, sem ég þarf
að kenna honum. Hann tekur
um kranann og reynir að skrúfa
frá honum, en getur það ekki.
Hann brosir.
„Hvað er að, Pétur?“ spyr ég.
Hann lítur ánægður á mig og
svarar: „Þeir fullorðnu, pabbi.“
Ég hef kennt honum, að við,
hinir fullorðnu, getum ekki bú-
ið til gallalausan krana. Og að
kannske geti hann það. Það bíði
hans og kynslóðar hans verk-
efni í pípulagningarfaginu. Og á
öllum sviðum.
Eg kenni drengnum mínum
og ég segi öllum öðrum börnum
á öllum aldri — í barnaskólum,
unglingaskólum og háskólum:
Að ekkert sé gert, endanlega
og rétt.
A8 ekkert sé vitað með vissu
og út í œsar.
Að veröldin sé þeirra, öll eins
og hún leggur sig. Alls staðar
sé eitthvað, sem bíði þess að
verða uppgötvað og gert, eða
gert að nýju og gert rétt. Og
þau gleypa við þessum tíðind-
um. Þau fagna því, eins og ég,
að eitthvað skuli vera eftir fyr-
ir þau að uppgötva og segja og
hugsa og gera. Eitthvað? Allt
bíður þess, að æskan taki við
því, og það er henni rík hvöt
til dáða, að fá vitneskju um:
Að við höfum ekki nú og höf-
um aldrei í sögu mannkynsins,
haft góða ríkisstjórn.
Að það er ekki til núna og
hefur aldrei verið til járnbraut,
skóli, dagblað, banki, leikhús,
verksmiðja eða verzlun, sem
starfrækt hefur verið eins vel
og unnt er; að engri starfsemi
er eða hefur verið stjórnað eins
og ætti að stjórna henni, verð-
ur að stjórna henni, og henni
mun verða stjórnað einhvern
tíma — ef til vill af þeim.
Að þetta á jafnt við um iðn-