Úrval - 01.02.1949, Page 83
Vandamál kominnar:
Heimilið og störfin utan þess.
Grein úr „Politiken“
eftir Anne Marie Norvig.
Gegnum biðstofur sjúkrahús-
anna og sálfræðinganna streym-
ir stöðugt fjöldi kvenna, sem
hafa farið halloka í baráttunni
við vandamál lífsins. Það eru
ómenntaðar mæður, sem verða
að þræla við illa launuð störf,
og þegar þær koma þreyttar
heim, bíður þeirra matseld,
þvottur og fataviðgerðir. Það
eru mæður, sem hlotið hafa ein-
hverja menntun, og hana verða
þær að notfæra sér til þess að
geta lifað sómasamlega, enda
þótt laun vinnustúlkunnar, sem
þær verða að taka, geri hagn-
aðinn vafasaman. Og það eru
mæður, sem ekki geta unnið ut-
an heimilisins, en verða að slíta
sér út heima við að gæta barna
og reyna að láta tekjurnar
hrökkva fyrir nauðsynjunum —
og þó að þær hafi ef til vill
vinnustúlku öðru hverju, verða
þær að glíma við taugaslen og
áhyggjur.
Næstum öll börn, sem færð
eru til rannsóknar, koma frá
heimilum, þar sem annað hvort
foreldranna eða bæði eiga í erf-
iðleikum, sem þau ráða ekki við.
Það er einkenni þessara barna,
að framkomu þeirra er ábóta-
vant eða þeim gengur illa í skól-
anum. Vandamál mæðranna eru
líka mjög mismunandi, en séu
þau skoðuð ofan í kjölinn, má
finna margt sameigmlegt með
þeim, sem er einkennandi fyrir
okkar tíma.
Annaðhvort beinast ásakan-
irnar að eiginmanninum eða
ættingjum, nágrönnum eða
vinnuveitanda, eða þær beinast
að sjúklingnum sjálfum, í ör-
væntingu yfir því, að hafa ekki
uppfyllt þær kröfur, sem gerð-
ar eru til konu. Konan nú á dög-
um verður að glíma við mörg
sérstök vandamál, auk þeirra,
sem bæði karlmenn og konur
eiga sameiginlega í höggi við.