Úrval - 01.02.1949, Síða 94
Lögmál efnisins í Ijósi
nútímaþekkingar.
Grein úr „Science News Letter“,
eftir Helen M. Davis, ritstjóra „Chemistry".
1. Atómi’ð er minnsta ögn
hvers frumefnis, sem getur ver-
ið til út af fyrir sig og haft þó
alla þá eiginleika, sem einkenna
það frumefni.
2. Allir efniskenndir hlutir,
sem við þekkjum, eru gerðir úr
einu eða fleirum frumefnum.
3. Efni, sem gerð eru úr
fleiri en einu frumefni, kall-
ast efnasambönd. Atómum
frumefnanna í efnasamböndum
er haldið saman af raforku, sem
verkar á ytra borði atómanna.
4. Minnsta ögn efnasam-
bands, sem getur verið til út
af fyrir sig, kallast mólekúl, og
er samsett úr tveim eða fleiri
atómum.
5. Minnstu einingar kristall-
aðra efnasambanda, sem menn
geta fundið með rafsjánni,
virðast vera byggðar upp
eins og einskonar munstur í
þrem víddum, og mynda hina
svokölluðu kristalgrind.
6. Hingað til hafa menn haft
ástæðu til að ætla, að ekki væru
til fleiri en 92 frumefni, frá því
léttasta, vetni f ,H’) til þess
þyngsta, sem er úraníum
(92U238).
7. Tilraunir síðustu ára, sem
leiddu til þess að atómorkan
varð beizluð, hafa leitt margt
nýtt í ljós um frumefnin og
gerð þeirra. Tvö ný frumefni
hafa þannig verið búin til með
því að skjóta á venjulegt úraní-
um 238 með nevtrónum. Þessi
frumefni eru neptúníum
(„sNp237) og plútóníum (94Pu239).
8. Tvö ný frumefni í viðbót
hafa verið búin til með svipuð-
um atómsprengingum. Þau eru
ameríkum (9.-Am241) og kúríum
(96Cm242). Sennilegt er, að fleiri
ný frumefni verði búin til.
9. Það er venja, að skrifa
nöfn frumefnanna á þann hátt,
sem gert hefur verið hér á und-
an, með hinu kemíska tákni sínu,
sem er skammstöfun af nafn-
inu. Talan framan við skamm-