Úrval - 01.02.1949, Síða 108
106
ÚRVAL
börn og reyndum að ala þau
sómasamlega upp — við héld-
um út í lífið, alveg eins og við
hefðum aldrei verið varaðar
við að gera það.
Enda þótt við værum ungar
þenna dag, höfðum við ef til
vill þegar öðlazt næga lífs-
reynslu til þess að taka ekki
hina hræðilegu sögu Minnie
frænku of alvarlega. Hvort sem
við hugsuðum út í það þá eða
ekki, gátum við ekki komizt hjá
að minnast þess, að Minnie
frænka hafði verið gift í tíu ár
eða lengur, þegar hún sagði okk-
ur söguna, meira að segja vel
gift. Gegnt hinni hræðilegu við-
vörun, sem fólst í sögu hennar,
stóð yndislegt heimili hennar,
góður og duglegur eiginmaður
hennar og börnin — þrír hraust-
ir og fjörugir drengir, sem for-
eldrarnir unnu hugástum, og
litla stúlkubarnið, sem dó, og
þau gátu aldrei minnzt á án
þess að tárast. Það voru þessi
kynni af lífi fullorðna fólksins,
sem komu í veg fyrir það, að
kynslóð eftir kynslóð af ung-
um stúlkum létu skelfast af
sögum slíkum sem Minnie
frænka sagði, og sluppu þannig
við að verða taugaveiklaðir og
óttaslegnir aumingjar alla ævi.
Þar sem Minnie frænka var
miklu eldri en við, voru dreng-
irnir hennar uppkomnir, þegar
börnin okkar voru enn svo ung,
að áhyggjur okkar út af þeim
snerust aðallega um smávægileg
atriði, eins og kíkhósta, og
hvernig við ættum að kenna
þeim að búa um rúmin sín.
Tveim af þremur drengjum
Minnie frænku farnaðist vel á
hinni mjóu braut, sem liggur
frá æskunni til þroskaáranna.
Þeir misstigu sig ekki. En mið-
drengurinn, Jake, féll hvað eft-
ir annað í svaðið. ,,Kvenna-
stússi“ var kennt um. Hann var
einn af þessum piltum, sem hafa
orð á sér fyrir að vera „sjarm-
erandi“, hvað sem annars er
átt við með því, og var alltaf
í tygjum við stúlkur, sem voru
honum ekki „samboðnar“. Og
einu sinni, þegar hann var nítj-
án ára, stökk hann að heiman,
en ekki er vitað, hvort það var
vegna stúlku eða ekki, því að
Minnie frænka reyndi alltaf að
halda hlífiskildi yfir honum, svo
að hann þyrfti ekki að blygð-
ast sín fyrir æskubrek sín síð-
ar í lífinu.
Maður hennar varð að stunda
atvinnu sína, svo að hann gæti
séð fyrir heimilinu. Hún fór því