Úrval - 01.02.1949, Síða 108

Úrval - 01.02.1949, Síða 108
106 ÚRVAL börn og reyndum að ala þau sómasamlega upp — við héld- um út í lífið, alveg eins og við hefðum aldrei verið varaðar við að gera það. Enda þótt við værum ungar þenna dag, höfðum við ef til vill þegar öðlazt næga lífs- reynslu til þess að taka ekki hina hræðilegu sögu Minnie frænku of alvarlega. Hvort sem við hugsuðum út í það þá eða ekki, gátum við ekki komizt hjá að minnast þess, að Minnie frænka hafði verið gift í tíu ár eða lengur, þegar hún sagði okk- ur söguna, meira að segja vel gift. Gegnt hinni hræðilegu við- vörun, sem fólst í sögu hennar, stóð yndislegt heimili hennar, góður og duglegur eiginmaður hennar og börnin — þrír hraust- ir og fjörugir drengir, sem for- eldrarnir unnu hugástum, og litla stúlkubarnið, sem dó, og þau gátu aldrei minnzt á án þess að tárast. Það voru þessi kynni af lífi fullorðna fólksins, sem komu í veg fyrir það, að kynslóð eftir kynslóð af ung- um stúlkum létu skelfast af sögum slíkum sem Minnie frænka sagði, og sluppu þannig við að verða taugaveiklaðir og óttaslegnir aumingjar alla ævi. Þar sem Minnie frænka var miklu eldri en við, voru dreng- irnir hennar uppkomnir, þegar börnin okkar voru enn svo ung, að áhyggjur okkar út af þeim snerust aðallega um smávægileg atriði, eins og kíkhósta, og hvernig við ættum að kenna þeim að búa um rúmin sín. Tveim af þremur drengjum Minnie frænku farnaðist vel á hinni mjóu braut, sem liggur frá æskunni til þroskaáranna. Þeir misstigu sig ekki. En mið- drengurinn, Jake, féll hvað eft- ir annað í svaðið. ,,Kvenna- stússi“ var kennt um. Hann var einn af þessum piltum, sem hafa orð á sér fyrir að vera „sjarm- erandi“, hvað sem annars er átt við með því, og var alltaf í tygjum við stúlkur, sem voru honum ekki „samboðnar“. Og einu sinni, þegar hann var nítj- án ára, stökk hann að heiman, en ekki er vitað, hvort það var vegna stúlku eða ekki, því að Minnie frænka reyndi alltaf að halda hlífiskildi yfir honum, svo að hann þyrfti ekki að blygð- ast sín fyrir æskubrek sín síð- ar í lífinu. Maður hennar varð að stunda atvinnu sína, svo að hann gæti séð fyrir heimilinu. Hún fór því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.