Norðurljósið - 01.01.1970, Side 1
NORÐURLJÓSIÐ
51- ár. Janúar—Deseniber 1970. 1.—12. tbl.
Enn kemur nýr árgangur Norðurljóssins, hinn 51.
En verða þeir fleiri? Af hverju er það ekki víst?
Eitt er það; ag sjón minni er að hraka á því auga
mínu, sem ég hefi orðið að beita til vinnu og lestrar
sakir sjóndepru hins. Þó mun víst nokkuð langt í
land, að læknisaðgerð verði framkvæmd.
Þótt til séu ágætir menn, sem vafalaust gætu séð
um útgáfu NIj., þá mundu þeir naumast geta bætt
ritstjórn og útgáfu við sig, útsendingu, bréfaskrift-
um og innheimtu.
Innheimtu? Hún er orðin í molum hjá mér. Of fá-
ir senda greiðslu sjálfir. Ef þú, háttvirti áskrifandi,
sem væntir þess, að einhver komi og taki greiðslu
hjá þér, ef þú vildir gera þér ofurlítið ómak og senda
greiðsluna fyrir ritið tafarlaust eftir móttöku þess,
þá gerðir þú vel. Viltu ekki bregða við nú og senda
Nlj. árgjald þessa árgangs, 100 kr., undir eins?
Annað er það, að við lifum nú á tímamótum í
mannkynssögunni. Skipulagið gamla í heiminum
er að hruni komið, skipulagið, sem Guð setti mönn-
unum þegar eftir Nóaflóð. Stórveldi eru risin upp,
þar sem Guð er hvorki viðurkenndur né nokkuð það,
sem menn hafa talið heilagt. Takmark þeirra eru
heimsyfirráð.
Hið þriðja er það, að Kristur getur komið aftur
og hrifið brott þá, sem tilheyra honum, áður en
guðleysið sezt að völdum á allri jörðinni. Lesandi
minn, ertu viðbúinn, ef Kristur kæmi á þessu ári?
Guð gefi ykkur öllum frið sinn og lausn frá kom-
andi þrengingu fyrir trú á Drottin Jesúm Krist.
LANitfBÓKASAFN Ritstjórinn.
303123