Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 26
26
NORÐURLJÓSIÐ
Skyggnzt inn í þjóðsagnaheiminn
ÚTVARPSERINDI.
Eftir ritstjórann.
Heilir, góðir hlustendur.
Ég stóð við slátt á ibýli föður míns og sló á sléttu, jiar sem áður
var kargaþýfi. Slátturinn krafðist því engrar sérstakrar athygli. Orf-
ið sveiflaðist fram og aftur líkt og dingull í klukku. Líkaminn vann,
en hugurinn leitaði verkefna, sem lægju á öðru sviði en þessu. Hann
hvarf til þeirra ára, þegar ég stundaði nám við Kennaraskólann í
Reykjavík, og hann staðnæmdist í kennslustund hjá Sigurði meist-
ara Guðmundssyni. Ef til vill var það fyrsta stundin, er við áttum
að gera stíl, sem þó var ekki annað en endursögn.
Hann las fyrir okkur sögu úr þjóðsögunum. Mér fannst hún þá
mjög efnislítil og bragðdauf. Einmitt vegna þess gleymdi ég henni
ekki, því að sú spurning leitaði svars: „Hvers vegna valdi svo gáfað-
ur og menntaður maður svo lélega sögu?“ Það var þessi minning og
þessi spurning, er leituðu nú á 'hugann, og svars var krafizt af engri
vægð.
Hvernig var svo þessi saga? í stórum dráttum á þá leið, að hjón
voru á bæ í Skagafirði og nutu engrar hamingju í hjónabandinu.
Konan hafði unnað öðrum manni og fengið þar ást sína endur-
goldna. En foreldrar hennar gáfu hana öðrum. Unnusta hennar svall
þá heift í brjósti, magnaði draug í hundslíki og sendi á heimilið.
Kveikti hann deilur með hjónunum. Sá það gömul kona, sagði kon-
unni, bvað 'hún sæi og bað hana að láta af deilum við mann sinn.
Hlýddi hún því ráði, og hvarf þá draugurinn burt.
Mér fannst þetta bragðdauf saga, engin hrollvekja. Hvað gat
meistarinn séð í þessari sögu, sem ég sá ekki?
Nú var það, sem sagan tók að Ijúkast upp fyrir mér. Það var boð-
skapur harmsögu fólginn þarna. Það munu sjálfsagt margir hafa
þegar séð.
Ung stúlka ann ungum manni. Hvað er það í mannlífinu, sem
eðlilegra sé og sjálfsagðara en það? Vafalaust finnst henni gæfan
blasa við sér, því að ást hennar er endurgoldin. Bjartir draumar æsk-
unnar detta okkur í hug. Margir munu hlýða þessu erindi, sem átt
hafa slíka drauma um gæfusama framtíð með elskuðum maka.