Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
þeirra og skj öldur.“ „Því heiðin sála setur traust á sverð og stál og
herskip ný,“ sagði Ruyard Kipling, hið mikla, brezka skáld.
Á miðvikudag lögðu íyrstu þátttakendur í trúaðramótinu í Þórs-
höfn af stað frá Klakksvík. Varð ég þeim að sjálfsögðu samferða.
Einn þeirra var Dávur Jacobsen, sem verið hafði túlkur minn í báð-
um heimsóknum mínum til Klakksvíkur og víðar. Hann hafði dvalið
á íslandi á stríðsárunum og lokið iðnskólaprófi í Reykjavík. Kona
hans hafði þá einnig verið á íslandi, og þeim var furðu létt að skilja
og tala íslenzku enn, þótt svo mörg ár væru liðin 'hjá. Þau voru bæði
svo ungleg, að ég átti bágt með að gera mér ljóst, að þau áttu upp-
komin börn. Ég stend í stórri þakkarskuld við Dávur, því að auk
þess að túlka fyrir mig, hvenær sem þörf gerðist, lét hann sér mjög
annt um mig, er við ferðuðumst saman.
f Þórshöfn hafði mér verið útveguð gisting hjá kaupmannshjón-
um. Heitir maðurinn Rudolph Joensen og rekur mikla klæðaverzlun.
Átti ég þar mjög góðu að mæta eins og alls staðar hjá hinum gest-
risnu Færeyingum.
Rúmlega 104 árum fyrr en mótið í Þórshöfn var um miðjan nóv.
1969 steig ókunnur, erlendur maður fæti á land í Þórshöfn í Færeyj-
um. Hann hét William Sloan og var skozkur að ætt. Hann hafði heyrt
kall Drottins: að fara til Færeyja og boða þar orð lifandi trúar á
Drottin Jesúm Krist. Hann kunni ekki mál landsmanna, átti ekkert
að styðjast við, nema fyrirheit Drottins: „Sjá, ég er með yður alla
daga.“
1 Færeyjum beið hans verk brautryðjandans. Ekki var það alltaf
létt. Þar sem hann kenndi samkvæmt boði Drottins, að skíra þá,
sem gerast lærisveinar hans, var litið á hann sem villutrúarmann,
og þá stundum úthýst þar, sem hann kom. Hann var gæddur mjög
fagurri söngrödd, og fólk vildi fúslega hlusta á söng hans, svo að
hann kom oft í hús og söng og vitnaði. Börnin 'löðuðust mjög að
honum. Margoft lagði ihann hönd á höfuð þeirra og sagði um leið:
„Trúðu á Jesúm“.
Smám saman vandist fólk honum og fór að hlusta á 'hann. Sivo
tóku menn að frelsast og voru skírðir. Magnaðist þá mótstaðan, en
andlega blessunin óx að sama skapi. Undireins og kominn var ofur-
lítill hópur trúaðs fólks í Þórshöfn, voru haldnar útisamkomur, og
þannig náði orðið til margra. Eftir 15 ára starf var reistur san>
komusalur í Þórshöfn. Þá var byrjað þar sunnudagaskólastarf.