Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 75
norðurljósið
75
frá því, að blessun allra ættkvísla jarðarinnar á að koma frá af-
kvæmi þeirra Abrahams, ísaks og Jakobs. Frá þeim kom líka Drott-
ínn vor Jesús Kristur. Hann friðþægði vegna syndar mannanna.
Hann er lausnarinn eini, sem Guð hefir gefið oss syndugum inönn-
um. I honum einum er hjálpræðið og engum öðrum.
1. bók Móse segir oss frá dóminum, er syndir mannkynsins leiddu
yfir það. Jörðin var full af glæpaverkum. Guð lét Nóa prédika rétt-
læti, en engir gáfu því gaum, nema aðeins fjölskylda hans. Guð lét
bann boða komandi dóm, er hann sagði honum að smíða örk til
undankomu sér og heimilisfólki sínu, er flóðið kæmi. Hvað ætli þeir
hafi sagt þá lærðu mennirnir? Auðvitað 'hlógu þeir og gerðu gys að
Nóa. En „flóðið kom og tortímdi þeim öllum.“
Guð hoðar nú endurkomu Krists og komandi dóm. Fáfróðir menn
°g heimskir menn hlæja. En Kristur sagði, að ihann kæmi aftur. Þá
hreinsar hann jörðina og dæmir alla ranglætismenn.
Skyldi það verða hátt upplitið á þeim. þá, sem hlógu, þegar 1.
Mósebók var lesin hér í útvarp? Skyldu þeir hlæja hátt þá? Spyrr
sá, er veit, að þeir munu ekki hlæja.
Hvernig veiztu það, spyr einhver. Af því að ég hefi lesið hiblíuna
1 63 ár og reynt að lifa að einhverju leyti eftir henni í 54 ár. Eg veit,
að hún er Guðs orð. Hún er áreiðanleg. Endurkoma Krists er áreið-
anleg. „Hann mun eins áreiðanlega koma, eins og dagsljósið renn-
ur upp.“ (Hósea 6. 3.) S. G. J.
Það <t vop í lofti
Þe gar vorar í lofti, sjást þar engin snjóský. Himinninn tekur sér
mildari svip. Stundum er í loftinu lítið eitt bláleit móða. Sunnan-
þeyrinn flytur með sér vætuský, er oftsinnis Ijóma með rauðgulln-
um litum, er sólin hnígur við sjóndeildarhring eða hafshrún.
Vorið tekur til starfa. Vorið r-ífur það niður, sem veturinn hefir
hyggt upp. Fannir þiðna, svellin grotna, lækir ólga, árnar vaxa.
Veldi Vetrar konungs er dauðadæmt. Dauðu, fölnuðu stráin víkja
fyrir grænum grösum sumars. Tré og runnar laufgast. Bráðlega
skreyta glókollar fífils og sóleyjar gömlu túnin. Sumarið er í nánd,
eftirþráða sumarið, í vetrarbyljum og viknalöngum hríðarjaganda.
Sumarið með grængresið, er hungraðar skepnurnar hljóta að hafa