Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 131
NORÐURLJÓSIÐ
131
staða þjóðarinnar gerbreyttist, og margir kommúnistar misstu líf-
ið, eða frá hálfri milljón til allt að ein og einn fjórði úr milljón, er
gizkað á.
Nú ríkir algert trúfrelsi í Indónesíu. Kristna trúin hefir útbreiðzt
í þessu landi, þar sem var ströng Múhameðstrú. Biblíufélögin geta
ekki fullnægt eftirspurninni eftir biblíum. Bihlíuskólar breiðast út.
(The Flame, nr. 4 1969.)
En hvers vegna mistókst byltingin? Guð greip fram í. Hann svar-
aði bæn.
Langt frá höfuðborginni var sannkristinn safnaðarhirðir. Án
þess að hann vissi nokkra ástæðu til þess lagðist á hjarta hans
hræðilega þung byrði. Eitthvað var í þann veginn að gerast, sem
afstýra mátti með bæn. Hann vissi ekki, hvað það var. En hyrðin
var svo þung, að hann gat ekki borið hana einn. Hann kallaði á
söfnuðinn að hiðja líka. Dagurinn leið og nóttin, næsti dagur og
næsta nótt, en ekki létti byrðinni. Fólkið fór að verða svo þreytt, að
margir gáfust upp og fóru heim, ef til vill flestir, þegar þriðji dag-
urinn kom og leið án þess, að byrðin hyrfi af hjarta hirðisins. En
eftir þrjá daga hvarf hún. Sigur var unninn á andlega sviðinu.
Hann vissi ekkert, hvað var að gerast í höfuðborg landsins þessa
daga eða annars staðar. En svo komu fréttirnar, hvernig byltingar
tilraunin hafði mistekizt.
Andi Guðs hefir starfað með óvanalegum krafti víðs vegar í
Indónesíu. Gerast alls konar kraftaverk eins og á dögum frum-
kristninnar. Tala kristinna manna mun vera nú um fimm milljónir
manna.
Er þetta satt um Nihito J. Kruschev!
Margir kristnir menn úr löndunum 'bak við járntjaldið voru
komnir saman suður við Svartahaf. Þeir höfðu þar mót. Síðasta
kvöldið voru vitnisburðir um fagnaðarerindið. Fólkið varð undr-
andi og líklega hrætt, er það sá hvíthærðan mann ganga að hljóð-
nemanum. Þetta var Kruschev. Frá ræðupallinum vitnaði hann um
trú sína á Krist og sagði, að hann vildi snúa Rússlandi til að fylgja
í fótspor Drottins Jesú Krists.